Kirkjuritið - 01.08.1960, Page 6

Kirkjuritið - 01.08.1960, Page 6
Um veitingu prestakalla. Erindi flutt á prestastefnu 1960. I. Samkvœmt kristnirétti hinum forna skyldi sá, er kirkju átti, sjá um kennslu og fóstur þess, er þjóna átti brauðinu, fá hon- um bækur og messuföt og annast síðan uppihald hans. í kristnirétti hinum yngra frá 1275 er ekkert rætt um prest- kosningar, virðist ætlazt til, að biskup skipi þann til kirkju, er honum sýnist. Með siðabót koma ný kirkjulög. Prestaköll voru í höfuðdráttum veitt á þann hátt, að „hinir beztu menn“ í hverju kalli skyldu kjósa ásamt prófasti mann. Síðan átti biskup að reyna lærdóm hans og vitsmuni. Fallist hann á kosninguna, sendir hann meðmælabréf til lénsmanns konungs, en hann átti að staðfesta kosninguna. Næst er hér lögleidd kirkjuskipan Kristjáns konungs IV. Samkvæmt henni tilnefna sóknarmenn sjö menn roskna og ráðna og gefa þeim fulla heimild til að kjósa kerk í stað þess, er frá fór. Tilnefni þeir engan innan tveggja mánaða, skal kirkjulegur embættismaður konungs tilnefna hann og senda uppástungu sína til biskups. Fallist hann á skipun hans, fær hann veitingabréf. Þátttaka safnaðanna varð þó aldrei nema nafnið tómt. Því næst koma lög um þátttöku safnaða í veitingu brauða 1886. Samkvæmt þeim velur landshöfðingi þrjá úr umsækjendum og skal um þá kjósa, en tvo, hafi þrír sótt. Taki helmingur kosn- ingabærra manna þátt í kosningunni og fái einn helming greiddra atkvæða, hlýtur hann veitingu. n. Þá er komið að kosningalögunum frá 1907, sem í höfuð- dráttum gilda enn. Aðalatriði þeirra laga er, að allir atkvæðis- bærir menn í kallinu hafa rétt til að kjósa um alla frambjóð-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.