Kirkjuritið - 01.08.1960, Qupperneq 11

Kirkjuritið - 01.08.1960, Qupperneq 11
KIRKJURITIÐ 345 og þá ekki sízt, hvort menn eiga neista þeirrar trúar, sem kveikt getur eldlega hrifningu. Heimurinn þarfnast ekki fyrst og fremst guðfræðinga, held- ur manna, sem eru „höndlaðir af Kristi“. VII. Ekki verður rætt um prestskosningar á landi hér, án þess að minnzt sé á eitt afl enn, sem lætur á sér bæra, sérstaklega í f jölmennum, eftirsóttum köllum, þ. e. skrifstofur, sem reknar eru í sambandi við framboðin og bílar þeim samfara. Hér er um fyrirbæri að ræða, sem heyrir til nýjum tíma. Ég hef ekki frú á, að nokkur frambjóðandi til prestakalls hafi sjálfur stað- ið að því, að skrifstofur séu reknar í sambandi við framboð hans, né í rauninni gefið samþykki sitt þar til, en gengið undir okið með þögn, sem hann ef til vill ber sár eftir lengi. Þarna er reynt með skipulögðu starfi, sem kostar mikið fjármagn, að hafa áhrif á, hver nær kosningu. í Postulasögunni 8. kap. standa þessi orð: „En er Símon sá, að heilagur andi veittist fyrir handayfirlagningu postulanna, færði hann þeim fé og sagði: Gef mér einnig þetta vald. En Pétur sagði: Þrífist aldrei silfur þitt, né sjálfur þú, af því þú hugðist eignast gjöf Guðs fyrir fé.“ Það athæfi að vilja komast yfir mikilsverð kirkjuleg emb- ætti með aðstoð fjármagns, hefur síðan verið nefnt Símonía. A myrkustu tímum ki’istninnar hefur silfur Símoninganna ráðið því, hverjir skipuðu veglegustu stöður kirkjunnar. Oft hefur almenningsálitið verið það sljótt, að það sá ekki í hvílíkt forað þar var stefnt. Hví skyldu ekki þeir, sem uppskera góð laun, verða að fóma einhverju fyrir þau fríðindi? Stundum voru þessir menn ekki efnaðir sjálfir, en áttu ríka vini og að- standendur, sem hlupu undir bagga og lögðu fram féð. Islenzkur guðfræðingur, sem sækir um eftirsóknarvert brauð, roá ekki vera mjög hlédrægur. Hann má ekki óska eftir því, að kosningaskrifstofum sé lokað. Hann veit ekki, hvað útgerðin hostar, en gengur þess þó ekki dulinn, að reynt er að nokkru a<5 kaupa handa honum embættið. Og hvers vegna má ekki lofa Vlflum hans að skjóta undir hann gullstól og bera hann þannig fram til sigurs. Eitt er víst, án áróðurs og skipulagðrar hjálp- ar yrði hlutur hans við uppgjör rýr.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.