Kirkjuritið - 01.08.1960, Blaðsíða 16
350
KIRKJURITIÐ
láta það uppi, að svo fremi sem kirkjan leggur sig fram um að
treysta heimilislífið, leggi hún siðgæðisgrunninn þar, sem hann
verður að leggjast — í barnæskunni."
Þarna hefur ráðherrann áreiðanlega rétt fyrir sér. Börnin og
unglingarnir skapa sig ekki sjálf. Þau eru í stöðugri mótun, og
lengi býr að fyrstu gerð. Fjórðungi bregður til fósturs, segir
máltækið, og er sízt ofmælt. Unglingarnir endurspegla heimilis-
lífið miklu meira en margir foreldrar gera sér ljóst — bæði
kosti þess og galla. Það er ekki unnt að ásaka þá, sem mest-
megnis eru aldir upp við agaleysi og á götunni, þótt þeir verði
óstýrilátur götulýður. Aldrei síðan land byggðist hafa jafn-
margar íslenzkar mæður minna sinnt uppeldi barna sinna en
síðustu árin. Veldur því margt, t. d. vinna þeirra utan heimil-
anna, tímafrekt skemmtanalíf og þó einkum sá misskilningur,
að skólarnir séu og eigi að vera höfuðuppeldisstofnanirnar.
Og trúarlega uppeldið bæði af hálfu foreldranna og vor prest-
anna mun aldrei hafa verið öllu rýrara né áhrifaminna en síð-
ustu áratugina. Einkum hefur ábyrgðartilfinningin bæði gagn-
vart Guði og mönnum ekki verið glædd svo sem áður. Ávextir
þess eru augljósir af kæruleysi unglinganna og víðar.
Loks er þess að geta, sem hér skiptir ekki minnstu máli, að
almenningsálitið veitir ekki unglingunum það aðhald, né þann
styrk, sem þeim er nauðsynlegur. Ef almenn siðgæðisvitund
væri sterk í landinu og hinir eldri gerðu strangar siðakröfur
bæði í orði og verki til sjálfra sín og annarra, væri margt óheyrt
og óséð, sem nú er oft býsnast yfir í blöðum og útvarpi — en
látið danka. Því er, svo tekið sé dæmi, iðulega haldið fram, að
börn um fermingu þyrpist um helgar úr Reykjavík austur urn
sveitir, verði þar ölóða, snúi opinberum dansleikjum upp í skríl-
samkomur og drýgi hina ótrúlegustu hluti fyrir allra augum
—jafnvel lögreglunnar. Sé þetta svo, þá er það af því, að al-
menningur lætur það viðgangast, án þess að taka í taumana-
Og orsakir þess eru vafalaust margar. Ein er sú, að vér hin
fullorðnu erum ekki nógu siðhrein og vönd að virðingu vorri
til að blöskra þetta nægilega. Önnur, að bæði almenningur og
rikisvaldið veigrar sér við að beita nægilegum aga, lifir í þeirri
blekkingu, að ungviðinu sé hollast að sleppt sé fram af ÞV1
beizlinu og það látið hlaupa af sér hornin. Þrátt fyrir það, þótt
reynsla aldanna sýni og sanni það áþreifanlega, að allar skepn-