Kirkjuritið - 01.08.1960, Page 17

Kirkjuritið - 01.08.1960, Page 17
KIRKJURITIÐ 351 ur þurfa tamningar við og maðurinn þó mestrar. En veigamesta ástæðan mun samt vera sú, að Mammon skipar nú hásætið meir en nokkru sinni fyrr eða síðar í sögu þjóðarinnar. Unglingarnir eru í dag mesti og öruggasti tekjustofn ýmissa manna og fé- laga: gosknæpueigendanna, sorpblaðaútgefendanna, og ótelj- andi skemmtistaða í borg og byggð. Svo helgur er gróðaréttur þeirra talinn, sem hér eiga hlut að máli, að þeim er leyft að brjóta það niður, sem foreldrar, skólar og kirkja er sífellt að reyna að byggja upp. Og eins og allir vita, er ólíkt hægara að rífa en reisa. Áralangt erfiði má eyðileggja á svipstundu, hvað þá einni nóttu. Það þarf því engan að undra, þótt skemmdar- öflunum verði sýnilega vel ágengt. Baráttan hlýtur því að standa um það, hvort þeim á að leyfast að starfa jafn hömlu- ^nust eins og verið hefur. Líklegt væri, að þeir, sem hér eiga mest í húfi og um sárast að binda — foreldrarnir, risu senn uPp börnum sínum til varnar. Og skylt er kirkju og ríki að ljá Þeim lið — eins og bent hefur verið á hér á undan, að margir raðamenn hérlendis og erlendis raunar gera sér ljóst, að ekki verður hjá komizt. Því sannleikurinn er sá, að unglingarnir eru íyrst og fremst fórnarlömb, en ekki sakaraðilar. Nú skortir því samstillt átök þeim til verndar og bjargar. Það má ekki lengur ^ragast, að úr þeim verði — nógur er nú skaðinn orðinn.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.