Kirkjuritið - 01.08.1960, Qupperneq 19

Kirkjuritið - 01.08.1960, Qupperneq 19
KIRKJURITIÐ 353 sinn. Og hún sé svo lítilþæg að vera hornreka útvarpsins. Slíkt niá ekki lengur ganga. Kirkjustjórnin verður að kippa þessu í lag. Ég held, að heppilegast væri að hafa útvarpsmessuna kl- 2. Ég varð ekki var við, að það spillti neinu fyrir messunum 1 sveitinni, þegar ég þekkti til þeirra hluta. Annars verður hún víst að vera kl. 5. Það verður að sjálfsögðu athugað. En skylt er að breyta þegar um til batnaðar. Brotalöm. Fyrir tveim til þrem áratugum reyndu íslenzkir prestar að hiessa hvern helgan dag, ef þeir voru heilbrigðir og veður höml- uðu ekki. Og fæstir þeirra voru þá nema örfáa daga utan presta- kallsins árlega, ef þeir fóru þá nokkuð að heitið gæti. Þeim fannst sér skylt að vera á sínum stað, jafnan við höndina, líkt °g kirkjuhúsin stóðu alltaf öllum opin og minntu á boðskap °g framrétta hönd kirkjunnar. Nú geta prestar sem betur fer hæglegar brugðið sér frá, jafn- Vel sótt hvíld og hressing sem aðrir til útlanda, og fá þá ná- grannapresta til að þjóna fyrir sig, þegar svo ber undir. En ekki þarf að rökstyðja það, að fjarvistir presta úr presta- köllum þeirra hljóta alltaf að teljast til undantekninga og eru aðeins réttlætanlegar með því móti. Þess vegna hefur það vakið undrun og andúð í landinu, að hndanfarin ár hefur farið að brydda á því, að einstaka prestar fitji langtimum saman víðs fjarri prestaköllum sínum, einkum 1 höfuðstaðnum, og komi aðeins í þau sem gestir, jafnvel miss- erum saman. Til þess liggja auðvitað ýmsar ástæður og sumar tsnnig vaxnar, að þær gera þetta meira og minna skiljanlegt °g að minnsta kosti að nokkru leyti afsakanlegt. En samt verð- Ur því ekki neitað, að hér er um brotalöm að ræða, sem úr verð- Ur að bæta. Kirkjan getur ekki talið ónauðsynlegra, að prestur Se jafnan til staðar í prestakalli sínu heldur en læknir í læknis- þéraði. Og þjónusta nágrannapresta getur aldrei verið réttlæt- anleg nema til bráðabirgða, svo fremi að prestur sé í brauðinu. ■^ð öðrum kosti liggur í augum uppi, að brauðið á ekki rétt á Ser sem sjálfstætt prestakall. Um þetta mál hafa orðið miklar umræður manna á milli og kirkjan hlotið ámæli margra. Það hefur líka orðið að blaðamáli. ^il dæmis vék Páll Zóphóníasson að því í ágætri grein, sem 23

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.