Kirkjuritið - 01.08.1960, Side 20
354
KIRKJURITIÐ
hann skrifaði um kirkjumál í Tímanum fyrir skömmu. Presta-
stéttin er líka farin að láta það til sín taka. Á aðalfundi Presta-
félags íslands og eins á héraðsfundum hafa verið samþykktar
tillögur, sem hljóða á þá lund, að það sé „með öllu óviðunandi,
að prestar séu búsettir utan prestakalla sinna og skorað á
kirkjustjórnina að koma nú þegar í veg fyrir, að slíkt eigi sér
stað“. (Sbr. fundargerð úr V.-Skaftafellsprófastsdæmi.)
Hér er ekki verið að veitast að neinum einstaklingum —-
heldur eingöngu að benda á, að stigin hafi verið spor á þeirri
braut, sem ekki er fært að ganga. Og þar sem bæði prestar og
leikmenn eru hér sammála, hlýtur að verða fyrir þetta girt
framvegis. M. a. með því að leysa svo húsnæðisvandkvæði ein-
stakra presta, að þeir telji sér ekki óhjákvæmilegt að flýja
prestaköllin, af því að þeir eigi þar hvergi völ á viðunandi skýli-
Mikiö hlutverk.
I flestum söfnuðum landsins eru kvenfélög, sem með fram-
úrskarandi áhuga og fórnfýsi hafa stutt kirkjuna. Ekki sízt þar,
sem þörf er að reisa nýjar kirkjur eða skreyta og bæta þær,
sem fyrir eru. En fleiri en ein kona hefur nýlega orðað það við
mig, sem ég er hjartanlega sammála, að þótt þetta sé fagurt
og meira að segja ómetanlegt, þá hafi nú kvenfélögin enn mikil-
vægara og brýnna verkefni, sem þau hafi ekki sinnt nægilega.
Þau gætu sem sagt ekkert unnið kirkjunni þarfara nú á dögum
en efla kirkjusóknina. Hvetja til þess og koma því á, að for-
eldrar taki aftur upp reglulegar kirkjugöngur með börnum sín-
um, eins og var hér áður fyrr. Hve fagrar og skreyttar sem
kirkjurnar eru, koma þær að litlu haldi, ef þær standa alltaf
að mestu tómar. Og verst af öllu er, ef æskan vanrækir þær.
Því að hún þarf mest á handleiðslu kirkjunnar að halda og a
líka í framtíðinni að halda henni uppi. En börnin og ungling-
arnir brjóta ekki þessa braut frekar en aðra. Sé kirkjugata
eldri kynslóðarinnar grasi gróin, fara börnin ekki að þræða
hana. Boð foreldranna, ekki einu sinni bænir, stoða ekki í þessu
efni. Vilji þeir, að börnin sæki guðsþjónusturnar, verða þeir
að fara með þeim.
Hér eru hæg heimatökin fyrir kvenfélagskonurnar. Þær eru
flestar mæður. Ég efa ekki, að flestar þeirra hafa skilning a
því að börnunum væru jafn brýnar kirkjugöngur og bíóferðir.