Kirkjuritið - 01.08.1960, Page 22

Kirkjuritið - 01.08.1960, Page 22
356 KIRKJURITIÐ misseri eftir að Herinn tók hér til starfa. Árið eftir var stofn- sett deild á ísafirði, síðar aðrar á Akureyri og Siglufirði. Starfa þær allar enn í dag. Óslitið síðan 1897 hefur Herinn rekið gisti- hús og margvíslega hjálparstarfsemi í sambandi við aðalstöðv- ar sínar. Grunnurinn að núverandi Herkastala í Reykjavík var lagður 1916. íslandsdeild Hjálpræðishersins laut fyrst aðal- stjórn Hersins í Danmörku, síðar í Bretlandi, en frá 1933 aðal- stjórn Hjálpræðishersins. Höfuðstöðvar hennar eru í Lundún- um. Aðeins tveir deildarstjóranna hafa verið íslenzkir: Árni M. Jóhannesson (1927—32) og Svava Gísladóttir (1936—45). Og af 215 foringjum, sem hér hafa starfað, hafa aðeins um 40 verið innlendir. Einn af þeim merkustu var Sigurbjörn Sveins- son skáld. Enginn, sem til þekkir, mun draga í efa, að Hjálpræðisherinn hefur unnið ágætt starf hérlendis og á skildar þakkir og virð- ingu þjóðarinnar allrar. íslenzka kirkjan metur og að sjálf- sögðu fórnfýsi hans og líknarstarf að verðleikum, sem allt er unnið í kristnum anda og innan ramma kirkjunnar. Kirkjuritið biður Hjálpræðishernum blessunar Guðs í fram- tíð sem fortíð. Hans er enn mikil þörf og á meðan andi stofn- endanna ríkir innan hans, mun hann verða fjöldamörgum til andlegrar og líkamlegrar hjálpar og björgunar. Er því vel, að sem flestir ljái honum lið. Viöbóc. Heyrt hef ég, að séra Ólafur Briem hafi bætt þessu versi við sálm föður síns: Þú, Guð, sem stýrir stjarnaher: Stýr mínu auga að eygja þig og alla dásemd þína, og dæma sekan sjálfan mig, en sýkna bræður mína. Gunnar Árnason. Fyrir þrjátíu árum töldum vér, að aukin þekking benti æ meir i þá átt að tilveran væri vélræn. Nú á dögum er það ærið almenn skoðun, einkum meðal náttúruvisindamanna, að þekkingin hnigi i þá átt, að um vélræni tilverunnar sé ekki að ræða: alheimurinn virð- ist nú fremur líkjast stórfenglegri hugsun en tröllslegri vél. — S,r James Jcans.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.