Kirkjuritið - 01.08.1960, Page 25

Kirkjuritið - 01.08.1960, Page 25
KIRKJURITIÐ 359 sem nauðsynlegum þætti þjóðlífsins. En allar stjórnmálastefn- ur, sem eru jafnframt trúarstefnur nútímans, hafa fleira eða færra frá kirkjunni tekið af því, sem þær telja sér sjálfum mest til gildis. En vilja auðvitað leyna því vandlega, hvaðan það sé runnið eða rænt, og standast foringjarnir ekki reiðari en ef á það er bent, svo allir hljóti að sjá og skilja. Ein síðasta og sjálfsagt ein hin áhrifamesta baráttuaðferð gegn kirkjunni nú síðustu árin er þó sú, að fara sem sagt al- veg hennar slóð eins nærri og næst verður komizt. Og má sú aðferð teljast nýjasta uppgötvun í þeim hernaði, sem háður er um mannssálir á öld þessari. Það felst auðvitað í þessu býsna drjúg viðurkenning á að- ferðum og starfstilhögun kirkjunnar, þótt óneitanlega minni Það nokkuð á mennina, sem komu einu sinni til Krists og sögðu: „Þú kennir Guðs veg í sannleika, og ekki fer þú að mann- virðingum." En ekki var þar heilindum fyrir að fara, og svo mun enn urn andlega afkomendur þeirra í öllum löndum. Óneitanlega felst og í þessari hernaðaraðferð gegn kirkjunni eitthvað af því, sem nefnt er í gjörningasögum, íslenzkum, að snúa Faðirvori upp á djöfulinn. Ekki hefur þessi aðferð enn skotið upp kollinum opinberlega hér á landi, en þó má búast við öllu, hvenær sem er. Það mun ^ustur-Þýzkaland, sem er vagga þessarar nýtízku aðferðar til aÖ byggja kirkjunni sem bezt út, milt og án blóðsúthellinga, eins og það var einu sinni orðað á diplómatisku máli kirkjunn- ar sjálfrar, þegar hún var í sínu svartasta villumyrkri. Það fyrsta, sem nefna mætti í starfsaðferð þessari eða bar- attu gegn kirkjunni, eru hinar svonefndu kirkjunjósnir. En Þær fara fram og eru skipulagðar á skrifstofum um samfélags- ^aál. En þaðan eru starfsmenn sendir í kirkjur til að njósna Ulr> það, sem þar gerist. Þrem aðalatriðum skulu þeir gera grein fyrir frá hverri Suðsþjónustu, eftir að þeir hafa verið þar, og eru þau þessi: Efni og markmiði prédikunarinnar. Tala kirkjugesta, aldur þeiri’a og störf, eftir því sem næst verður komizt. Flokksmenn og forystufólk, sem er í kirkju. Þeir, sem þannig finnast úr flokki stjórnarvalda sem kirkju-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.