Kirkjuritið - 01.08.1960, Síða 26

Kirkjuritið - 01.08.1960, Síða 26
360 KIRKJURITIÐ gestir, eru annað hvort hvattir til að ganga úr kirkjunni eða taka að sér njósnir næst, sem auðvitað leiðir fljótlega til úr- sagnar. Rétt er að taka það fram, að flest, sem hér er sagt, er tekið eftir frásögn Kaj Erik Lundquists, en hann er kandídat í lög- fræði og hefur sérstaklega kynnt sér þessa nýju aðstöðu, sem kirkjan er að berjast við, og væntanlega má búast við að breið- ist út á næstunni. Lundquist er ritstjóri Kristeligt Dagblad í Kaupmannahöfn. Það næsta, sem mætti benda á, er, að stjórnarvöld þeirra ríkja, sem stjaka vilja áhrifum kirkjunnar frá, geta talið það fullkomna skilnaðarsök milli hjóna, ef annað þeirra er kirkju- rækið, þar eð, eins og það er orðað, sjálfstæður og hugsandi nútímamaður geti ekki sætt sig við lífsförunaut, sem hafi svo úrelta siði eða tilhneigingar. Annað af svipaðri tegund, sem vekur athygli, er, að for- eldraréttur þeirra, sem sækja kirkju og vilja ala börn sín upp í anda hennar, er skertur, ef ágreiningur verður milli foreldra. T. d. munu dæmi til, að móðurréttur er dæmdur af konu, sem er kirkjurækin, en forræði barnanna fengið algerlega í hend- ur föður, sem er á öndverðum meiði. Guðsafneitun er hvarvetna gjört betur, ef hægt er að koma því við. Auðvitað getur kirkjan jafnauðveldlega starfað meðal fólks, sem lifir í socíalisku og kapítalisku þjóðfélagi, haft sín áhrif meðal verkafólks og vinnuveitenda, hvort sem verksmiðj- urnar eru einkaeign eða ríkiseign. En hún getur ekki sætt sig við, að uppeldið eigi guðsafneitun að markmiði og setji mann- dýrkun og efnishyggju í staðinn fyrir guðstrú og mannást. Einn af forystumönnum Austur-Þýzkalands, Friedrich Ebert yfirborgarstjóri í Austur-Berlín, skrifaði nýlega aðalmálgagni flokks síns, Neues Deutschland, á þessa leið: „Hinar óvísindalegu trúarsetningar kirkjunnar hafa uppalið fólkið í dultrú og hindurvitnum. Við ölum æskulýðinn upp til þess að trúa ekki á vald yfirjarðneskra afla né áhrif þeirra. Við ölum fólkið upp til að trúa á sinn eigin mátt og megim á styrk verkalýðsins og hæfni hins vinnandi fólks til að ger* breyta veröldinni, svo að allur verkalýður geti öðlazt frelsi og frið og notið farsældar og hamingju við hið socíaliska skipulag- Og 23. marz á því herrans ári 1960 lýsti Otto Grotewohl f°r'

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.