Kirkjuritið - 01.08.1960, Qupperneq 30

Kirkjuritið - 01.08.1960, Qupperneq 30
364 KIRKJURITIÐ Andkirkjulegu öflin fara þar sömu leið. Þau skapa æskunni hátíðahöld, nokkurs konar vígsluhátíð hliðstæða fermingunni og á sama aldursári. Þessi æskulýðsvígsla, sem kallast á þýzku Jugendweihe, hef- ur nú verið framkvæmd síðan 1955. Við þessa athöfn lofa ungl- ingarnir hátíðlega að verja öllum sínum kröftum til eflingar hinu mikla og göfuga málefni socíalismans. Og í ritgerð, sem skrifuð var í skóla einum í Leipzig, er sagt: Jugendweihe, það er æskulýðsvígslan, á að vera þýðingar- mesta sporið á leið hins þýzka æskumanns. Nú er svo komið, að 80—90% hins austur-þýzka æskufólks tekur þessa vígslu, en fermingum fækkar eftir sama hlutfalli- Og er það auðvitað sérstaklega vegna þess, að ekkert ungt fólk fær þarna sæti í framhaldsskólum eða leyfi til náms í mennta- skólum, nema það hafi tekið æskulýðsvígslu. Fermingin getur hins vegar haft mjög örlagaþrungnar og óheillavænlegar af- leiðingar fyrir alla framtíð ungmenna í landinu. Kirkjan tekur þessari þvingun að sjálfsögðu misjafnlega. I fyrstu neituðu prestar að ferma þau börn, sem tekið höfðu æskulýðsvígslu. En nú mun sú afstaða breytt og sumir eru því bæði vígðir og fermdir. Sami eða svipaður ágreiningur hefur orðið um, hvort skíra skuli börn, sem hlotið hafa fyrst socíala nafngjöf. Svo allt þetta veldur mikilli truflun og deilum. En það er öl á könnu stjórnarvaldanna, ef kirkjan logar í sundr- ung og vandræðum. Allt þetta, sem kalla mætti einu nafni nýheiðni, vekur at- hygli og breiðist út. Borgaraleg ferming hefur nú þegar átt sér stað í Danmörku. Og smám saman eða óðfluga færast þær raddir nær, sem krefjast alls konar breytinga og útstrikana a aldagömlum siðum og helgivenjum. Ef til vill mætti finna orsakir til andúðar og byltingar i kenningum og þröngsýni margra kirkjunnar manna og forystu- liðs lútersku kirknanna víða um heim. Eitthvað er bogið við hugsunarhátt þeirra, sem ekki geta t. d. viðurkennt sjálfan Schweitzer, vegna skoðana hans, sem sannan son kirkju og kristindóms. Ýmislegt mun og steinrunnið í formum og helgisiðum kirkj' unnar, og þýðir sízt að reyna að ýta því til baka. Kirkjan hef- ur dregizt aftur úr í hinu mikla kapphlaupi um mannssálirnar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.