Kirkjuritið - 01.08.1960, Qupperneq 31

Kirkjuritið - 01.08.1960, Qupperneq 31
IiIRKJURITIÐ 365 Hún verður að koma til fólksins full skilnings og samúðar gagnvart öllu hinu mannlega og sígilda í baráttu kynslóðanna. Geri hún ekki braut sína þar beina og fylgi í fótspor meist- ara síns í kærleika til alls, sem lifir, verði hún ekki lífsins lind og lífsins tré á vegum manna, tekur einhver frá henni það, sem hún hefur og kemur á móti fólkinu, ef ekki í sannleika, þá í blekkingu til að vinna sér vald yfir sálum. Þar á kommúnisminn hægt um vik með því alræði, sem hann krefst yfir hugsun og samfélagi. Það er því full ástæða til að minna á orð Jesú, þegar hann segir: Það, sem ég segi yður, það segi ég öllum: Vakið. Blásið því nýjum anda lífs og kraftar í orðin og formin, sem notuð eru við helgiathafnir og helgisiði kirkjunnar, hvort heldur við skírn, fermingu, brúðkaup eða útför. Þjónustan við hinn mikla anda lífsins, sem um aldir hefur verið nefndur Guð elmáttugur og algóður, getur aldrei orðið lítilsverðari, né þegn- skapurinn í ríki hans, en þegnskapur og þjónusta í nokkru ríki íarðar. Og vel mætti íhuga orð landsbiskupsins í Pommern, dr. Hrummachers, er hann segir: Guðleysisstefnan mun raunverulega geta gert kirkjunni hið aiesta gagn, ef hún neyðir hana til að átta sig í ljósi Guðs orðs a þeim grundvelli, sem allir kristilegir helgisiðir hvíla á. Þannig getur andstaðan, öldurót stjórnmálanna og gagnrýni °rðið til að skýra hið sanna gull kirkjunnar, sjálfan kristin- hóminn, og lyfta honum yfir allar kreddur og stirðnuð form til nýs lífs og áhrifa á líf og baráttu mannkyns. Árelíus Níelsson. Það er kynlegt að hugsa til þeirrar myndar, sem guðspjöllin draga UPP af Jesú. Mannsandinn glímir stöðugt við hana, hún eggjar for- Vltni hans, hrífur hann ýmist eða hrindir honum frá sér.. Hugsandi ^Ranni er að heita ógerlegt að leiða hana hjá sér. Hún krefst ákveð- lnhar afstöðu. Maður verður að gera grein fyrir skoðun sinni. Það er eitthvert vald, sem knýr mann til þess. — Arthur Engberg.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.