Kirkjuritið - 01.08.1960, Qupperneq 33
KIRKJURITIÐ 367
byggð hér, enda þótt fáar sögur gangi af Húsavík fram eftir
öldum.
Vitað er, að kringum árið 1000 bjó hér Ketill Þórisson, syst-
ursonur Áskels goða, góður drengur, ef honum hefur brugðið í
®tt frænda síns, en lítið er þó um hann vitað annað en nafnið
tómt. Eins er háttað um fleiri nafngreinda Húsvíkinga, sem
auðsjáanlega hafa verið höfðingjar miklir. Má þar til nefna
Guðmund þann, sem bezt reyndi Guðmundi biskupi hinum góða,
Þegar Kolbeinn ungi rak hann af stólnum 1231. Var þó ekki
sem giftusamlegast föruneyti biskups, þegar hann sjálfur varð
aö fá til þess Rafnssyni að sitja fyrir flokknum og taka af
honum þýfi og ránsfeng, er hann reið brott af staðnum.
Ekki er nú vitað, hvenær kirkja var fyrst byggð á Húsavík,
ne hver var fyrsti presturinn þar. En ef nokkuð mætti ráða
at því, að helguð var kirkjan hinum heilaga Magnúsi Eyjajarli
^eð Guði, gæti það ef til vill bent til þess, að hún hefði ekki
verið reist fyrr en skömmu eftir dauða Magnúsar 1116, en þá
sennilega fljótt eftir að helgi hans kom upp, eða milli 1120
°8 1130.
Væri þetta svo, kynni einnig að mega leiða getum að, hver
yerið hefði fyrsti prestur þessarar kirkju, en til þess þætti mér
Þá enginn líklegri en Bjarni prestur Konálsson, sem talinn er
a skrá kynborinna presta í Norðlendingafjórðungi 1143. Hefur
^jarni þessi án efa verið sonur Konáls Sokkasonar á Breiða-
mýri, sem var í ætt við Ketil á Húsavík. Allt eru þetta auðvitað
^hslegar tilgátur, sem engin leið er að sanna né afsanna.
. Áftur á móti er vitað um kirkjuvígsludaginn. Svo segir í
lafsmáldaga, að dedicatio ecclesie sancte Magni martiris sé
ln die sancte Laniberti episcopi martiris, en það er á Lamberts
fiiessu, 17. september. Er þetta því hinn forni kirkjudagur Húsa-
rikurkirkju.
Auðunarmáldagi.
Svo segir í Laurentíussögu, að þegar Auðun rauði Hólabiskup
®tlaði að fara utan sumarið 1320 og tók sér far að Gásum,
afi hann orðið afturreka og lent á Húsavík. í þeirri för var
með honum Egill Eyjólfsson, síðar biskup á Hólum. Hefur það
■s°nnilega verið í þessari för, sem þeir félagar hafa skrifað upp
máldaga kirkjunnar, þann sem er í elzta máldagasafni Hóla-