Kirkjuritið - 01.08.1960, Side 34

Kirkjuritið - 01.08.1960, Side 34
368 KIRKJURITIÐ biskupsdæmis og árfærður er með öðrum máldögum 1318. Er iróðlegt að skyggnast eftir hag kirkjunnar um þetta leyti. Þar er þá tveggja presta skyld, enda liggja undir Húsavík tvær hálfkirkjur og sex bænahús. Hálfkirkjurnar hafa verið á Héðinshöfða og Skörðum, en bænahús á ísólfsstöðum, Syðri- Tungu, Laxamýri og Saltvík. Hvar tvö hafa verið, er ekki vit- að til víss. Þetta sýnir, að vel var hugsað fyrir sáluhjálp einstaklingsins í kaþólskum sið, þegar tveir prestar voru til að líta eftir sálum á 18 bæjum og bænahús voru á öðrum hverjum bæ. Þó ber þess að gæta, að á þessum tímum fengust ekki nema sjaldan svo margir lærðir menn, sem ráð var fyrir gert til að gegna þessum embættum, allra sízt á 14. og 15. öld, þegar stórsóttir gereyddu stundum næstum því öllu klerkaliðinu, en skólar voru af skomum skammti til að fylla í skörðin, og fjárhags- geta manna ekki mikil til að afla sér menntunar. Hefur þvl prestsþjónustan oft verið stopul og minni en til var ætlazt, þegar syngja þurfti tíðir og veita mönnum sakramenti í hálf- kirkjum eigi sjaldnar en hálfsmánaðarlega, en alkirkjunum þurfti að þjóna svo að segja dag og nótt á nokkurra klukku- stunda fresti. í bænahúsum voru messur sungnar minnsta kosti tólf sinnum á ári, en auk þess þurftu prestar iðulega að hlusta á skriftamál manna, skíra börn, þjónusta deyjandi fólk og veita því síðustu smurningu. Starfið var því ærið. En ekki þekkist þó dæmi um, að hér hafi nokkru sinni verið meira en einn prestur, enda hefur það sennilega verið oftast. Eignir kirkjunnar. Kirkja á Húsavík átti heimaland, og hefur því prestur búið þar löngum og tekið laun sín í þeim tekjum, er lágu til stað- arins. En tæplega hafa landsnytjar verið miklar, þar sem heý' skapur var ekki annar en af túni, sem taldist ekki að fóðra nema tvær kýr langt fram á 19. öld. Hins vegar voru tekjur af hálf' kirkjum og bænahúsum um 12 merkur og mörg hlunnindi að auk, svo sem lambseldi af 15 bæjum, milli Bíldslækjar og Bjarn- arár, heytollar og lýsistollar af 18 bæjum, hvalrekar, viðar- rekar og selveiði. Var selveiðin lengi talin með helztu hlunn- indum prestssetursins þannig, að prestur fékk sjöttung þeina sela, sem komu í nætur, en fimmtung, ef hann lagði sjálfur ti

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.