Kirkjuritið - 01.08.1960, Qupperneq 45

Kirkjuritið - 01.08.1960, Qupperneq 45
Bœkur. Sigurbjörn Einarsson: Ljós yfir land. Hirðisbréf til presta °g safnaða á íslandi. — Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Reykjavík 1960. Þetta er veigamikið rit, 200 blaðsíður, fallega útgefið í smekk- legu bandi. Óvenju umfangsmikið og efnisríkt hirðisbréf, sem að sjálfsögðu á erindi til allra landsmanna og verður vonandi lesið af öllum þorra þeirra, enda ritsnilld biskupsins þjóðkunn. Meginkaflarnir eru 10 og hafa þessar yfirskriftir: Immanúel — Kirkjan — Heilög ritning — Boðun orðsins — Um stefnu- ftiun í kirkjunni — Fögnum fyrir Drottni — Hið unga ísland Riki og kirkja — Prestur og söfnuður — Lokaorð. Þótt ekki séu raktar hér undirfyrirsagnir, er af þessu Ijóst, a<5 hér er ekki aðeins gripið á stórmálum, heldur fjöldamörgu, Sem nú er efst á baugi bæði í trúmálum og þjóðmálunum. Segir höfundur víða til vegar, fræðir og áminnir með þeirri hugsjón, að ljós Krists logi sem skærast í kirkju hans hérlendis og um heim allan. Þess er þeim mun meiri þörf sem þjóðlífið allt er í örlagaríkari deiglu en nokkru sinni áður. Og kirkjan sjálf a ýmsan hátt á vegamótum. Kr. Krarup: Guds virkelighed i lyset af den nye fysik. — Livsanskuelsesspörgsmálet tilrettelagt for intellektuelt intres- Serede. — Apologetica-Holbæk 1960. Þetta trúvarnarrit er óvenju ljóst og læsilegt. Markmið höf- Ur>darins er að leitast við að færa sönnur á, að hin nýjasta heimsmynd vísindanna er svo f jarri því að ganga í berhögg við kjsrna trúarbragðanna, þ. e. tilveru Guðs, að hún öllu heldur íacrir sönnur á hana. Meginröksemdafærsla höf. er vafalaust rett, þótt eflaust verði deilt um það eftir sem áður, hvaða full- Súdar ályktanir verði af henni dregnar. Mér varð enn ljósara eu áður af lestri bókarinnar, hvað hin hreina.efnishyggja bæði

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.