Kirkjuritið - 01.08.1960, Blaðsíða 46

Kirkjuritið - 01.08.1960, Blaðsíða 46
380 KIRKJURITIl) í vísindum og heimspeki er raunverulega úr sögunni. Menn eins og Niels Bohr, Albert Einstein og Werner Heisenberg eru gild vitni þess. Þá skýrir höfundurinn það mjög vel frá viðmið- unar (relativitets) kenningunni, að allt verður raunar að rekj- ast til rótar og skiljast ofan frá, eins og líka er kjarni opin- berunarinnar. Þannig eru kraftaverkin, eins og trúin segir, ekki „brot“ á náttúrulögmálunum, heldur óvenjuleg samstilling og beiting þeirra af völdum æðri máttar. Eins og tíminn er úr sögunni, ef náð er vissum hraða, breytist skynjun vor og skiln- ingur á æðra stigi við nýjar aðstæður, og sú þekking fullnast, sem nú er í molum. Forsmekkur þessa fæst á vissum upphafn- ingsstundum. í einu orði sagt er sú staðhæfing höfundar, að vísindum og trú komi saman um, að hinn sýnilegi heimur er ekki alger né alsjálfstæður. Hann vísar út fyrir sig — bendir til sköpunarmáttar — til Guðs. Og gerir hann þess góða grein. Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis. — Afmœlisrit. Útgefandi: Prestafélag Hólastiftis. Akureyri 1959. Þetta myndarlega rit er samnefnt riti, sem Friðbjörn Steins- son gaf út fyrir fyrstu stjórn prestafélags Hólastiftis, réttum 60 árum áður eða á fyrsta starfsári þess. En það er elzta presta- félagið í landinu, þótt starfsemi þess hafi ekki verið samfelld- Hefur hinn nýi vígslubiskup Norðlendinga, séra Sigurður Stef- ánsson, haft mestan veg og vanda af útgáfunni, sem er öllum hlutaðeigendum til mikils sóma. Af efni ritsins skal fyrst nefnt ágætt útvarpserindi séra Helga sáluga Konráðssonar: Presta- félag Hólastiftis 60 ára. Er þar rakin sagan eftir því sem heim- ildir leyfðu, og fylgja myndir stofnendanna. Ákall nefnist ljóð og lag, hvort tveggja eftir séra Friðrik A. Friðriksson, prófast á Húsavík, samið í tilefni af 50 ára vígsluafmæli Húsavíkur- kirkju. Kröfur nútímans til prestanna, efnismikið erindi eftir séra Kristján Búason. Ég er í skuld, ræða herra Sigut' bjarnar Einarssonar, er hann vígði séra Sigurð Stefánsson til vígslubiskups. Afmæliskveðja frá Ásmundi biskupi Guðmunds- syni. Hvar var Jón Arason fæddur?, grein eftir séra Benjamm Kristjánsson. Minning sr. Friðriks J. Rafnars vígslubiskups eft* ir séra Sigurð Stefánsson og séra Pétur Sigurgeirsson. Minn- ingarræða séra Lárusar á Miklabæ um séra Helga Konráðsson- Og ýmislegt fleira bæði í bundnu máli og óbundnu.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.