Kirkjuritið - 01.10.1962, Side 4

Kirkjuritið - 01.10.1962, Side 4
KIRKJURITIÐ 338 og gjörði sér far um að kynnast vorum liögum. Því nam liann hér staðar 2 daga, er liann fyrir nokkrum árum var í fyrir- lestrarferð til Bandaríkja. Þótti þá eðlilegt að elliheimilið Grund byði honum til lengri dvalar, svo hann gæti kynnt liér- lendis líknarstörf safnaðanna í Höfn. Var fyrst talað um að sú ferð yrði farin árið 1960 eða 1961, en þá kom biskupskosn- ingin í Höfn, og í fyrra fór biskup Westergaard-Madsen í eftir- litsferð til Grænlands. „En líklega get ég komið í júní 1962“, skrifaði hann. Þegar biskup íslands frétti það, þótti honum sjálfsagt að bjóða honum til prestastefnunnar um leið. Ekki veit ég annað en öllum, sem kynntust honum eða heyrðu ræð- ur hans, hafi þótt þessi lieimsókn liarla góð. Hitt er allt annað mál hvort heimsóknin verður til vakn- ingar safnaða vorra í líknarmálum. Kunnugir vita að að- stæður eru ærið ólíkar. Þegar dr. Jörgensen fór fyrir rúmum 50 árum að skipuleggja starf safnaðanna í Höfn að líknarmál- um, voru í langflestum söfnuðum þar í borg fjölmennir hóp- ar áhugasamra manna, er höfðu um langt skeið unnið að ýms- um kirkjulegum málum „í sjálfboðavinnu“. „Köbenliavns Kirkesag“ liafði reist nýjar kirkjur og kallað — en ekki kosið -— áhugasama presta til nýstofnaðra safnaða. „Kirkens Kors- hær“ tók að sér allsleysingja. Leikmenn stofnuðu sunnudaga- skóla fyrir börnin og K.F.U.M. og K. höfðu reist stórhýsi fyrir æskufólk o. s. frv. Því var víðast livar í borginni þaulvönu fólki á að skipa, þegar farið var að skipuleggja líknarstörf einstakra safnaða. — Hjá oss eru líknarfélögin oftast lítt tengd kirkju vorri. Æskulýðsstarf kirkjunnar hefur stórvaxið allra síðustu árin — ekki má gleyma því — þótt einstakir söfnuðir sinni því oftast lítið. En prestarnir, sem flytja barnaguðsþjón- ustur að staðaldri, hafa oftast ærið fáa samstarfsmenn úr leik- mannahópi. Hins vegar hefur starf K.F.U.M. og K. og Kristni- boðsfélagið sýnt, að þar sem trúaráhugi dafnar, er enginn skortur á sjálfboðastarfi leikmanna, þótt það starf sé, að minnsta kosti hér í Reykjavík, í litlum tengslum við einstaka söfnuði. En þetta getur allt hreytzt fyrr en varir. Að oss streyma nú áhrif frá öðrum lúterskum kirkjum og fleirum fjær og nær. Ber ekki á öðru en því sé vel tekið oftast, þótt þeir sárfáu,

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.