Kirkjuritið - 01.10.1962, Blaðsíða 46

Kirkjuritið - 01.10.1962, Blaðsíða 46
K I RKJURITIÐ 380 esdóttir, kennari, stýriVi matreið'slu endurgjaldslaust allan tímann og naut við það aðstoðar stúlknanna í flokknuin til skiptis. Eigum við þessum aðiluni sem og mörgum öðrum lieima fyrir, sem styrktu flokkinn með matgjöfuin, inikið að þakka. Má í því samhaudi nefna, að nokkrir hænd- ur í nágrenni Grafarness gáfu alla mjólk, sem með þurfti. Þátttakendur í vinnubúðunum grciddu sjálfir tæpl. 10 þús. krónur upp í fæðiskostn- aðinn, en framlag safnaðarins til vinnubúðanna, um 8. þús. kr., var svo að segja allt gjafir einstakra safnaðarmanna og verzlana í matvörum og vinnu. Þá her þess og að geta og þakka, að æskulýðsnefnd þjóðkirkjunn- ar greiddi ferðakostnað vinnuflokksins milli Reykjavíkur og Grafarness. Veður var framúrskarandi gott allan dvalartíma flokksins hér. Einna sizl var veðrið, þegar farin var hringferð uin Snæfellsness, en móttök- urnar hjá prófastshjónunum í Ólafsvík, Lóu Kristjánsdóttur, veitinga- konu á Búðum, og sóknarprestinum á Staðarstað liættu það upp. Þátttakendur í vinnubúðunum reyndu að kynnast söfnuðinuin sem inest. Þeir tóku þátt í guðsþjónustuni safnaðarins og efndu til samverustunda með hörnum, unglingum og fullorðnum. Voru samkomur þessar vel sótt- ar og þóttu takast vel. Kóramót Snæfellsnessprófastsdæmis var lialdið í Grafarnesi fyrsta sunnudaginn, sem flokkurinn dvaldist þar. Var það eftir- minnilegur viðhurður fyrir alla þátttakendur í vinnubúðunum. Annan sunnudaginn var messa og altarisganga að Setborgi og þann þriðja úti- guðsþjónusta lijá Grafarnesskirkju. En mikilvægast í lífi hverra vinnuhúða er þó það, að hinn innri eldur logi á daglegum guðræknisstundum og hihlíulestruin. Ætti það að vera kappsmál kirkju vorri að styðja vinnuhúðastarfið framvegis sem hingað til, því að það getur liaft ómetanlega þýðingu fyrir unga fólkið, sem þar safnast sanian til vinnu og hæna. Flokksstjórar voru Ingólfur Guðmunds- son, guðfræðingur, og Nico van Waveren, kennari, frá Hollandi. Auk Ing- ólfs og sóknarprestsins á Setbergi voru tveir íslenzkir þátttakendur, Guð- rún Agnarsdóttir, stud. med., og Lárus Guðmundsson, stud. theol. Aðrir þátttakendur voru frá Sviss, Þýzkalandi, Danmörku, Svíþjóð og Banda- ríkjunum. Dr. Þórir Þórðarson, prófessor og Anita Dielil, framkvæmda- stjóri vinnubúðastarfsins í Genf, komu í heimsókn og fluttu erindi. Sunnudaginn 9. sept. var reisugildi kirkjunnar haldið í Hótel Felli ■ Grafaruesi að lokinni guðsþjónustu í samkomuhúsinu þar. Töluðu þar auk sóknarprestsins, Guðríður Sigurðardóttir, símstjóri og Halldór Finns- son, oddviti, og fögnuðu þeim áfanga, sem nú var náð. Var byggingar- meistara kirkjunnar, Guðbjarti Jónssyni úr Reykjavík, sérstaklega þakk- að farsælt og gott starf, en hann hefur stjórnað verkinu frá upphafi. — Þakkaði Guðbjartur að lokuiu fyrir sig og sína menn, sagði, að miklum áfanga væri náð, en mikið væri eftir. Hvatti hann menn til dáða. Á þessu ári liafa Grafarnesskirkju borizt meira en 70 þús. krónur í fjár- framlögum og gjafavinnu auk framlags vinnuflokksins, sem varlega er áætlað 35 þús. kr. Stærsla peningagjöfin, sem kirkjunni hefur horizt a þessu ári, eru 20 þús. krónur frá hjónunum Halldórn Jóhannsdóttur og Lárusi Jónssyni, Grafarnesi, til ininningar um foreldra þeirra heggja, Höllu Jónatansdóttur og Jóhann Dagsson, Kverná, og Helgu Sigurðardóttur og

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.