Kirkjuritið - 01.10.1962, Blaðsíða 13

Kirkjuritið - 01.10.1962, Blaðsíða 13
KIRKJURITIÐ 347 þótt hann víziteraði aldrei neitt og færi ekki heldur nokkru sinni utan, sem liann er þó neyddur til árlega. Þetta er kirkjunni meira en bagalegt. Reynslan hefur á liinn bóginn sýnt og sannað, að vígslu- biskupar eru aðeins nafnbiskupar. Ekki svo að skilja, að þeir hafi ekki allir verið úrvalsmenn frá uppliafi. En tign þeirra hefur aldrei fylgt neitt vald né eiginlegt lilutverk. Það hefur aðeins einu sinni komið fyrir, svo ég muni, að vígslubiskup liafi verið settur í forföllum hiskups íslands til að gegna bisk- upsembætti. Og það nýlega. Þegar Þórliallur biskup Bjarna- son dó, var dr. Jón Helgason settur hiskup, en hvorki séra Valdemar Briem né séra Geir Sæmundsson, en þá reyndi fyrst ú það, hvort talið væri að vígslubiskujjar væru staðgenglar biskups eða ekki. Nú á dögum skortir kirkjuna ekki neins konar tignaremb- aetti, sem hvorki fylgja ákveðin störf né skyldur. Vígslubisk- upsembættin á því að leggja niður, en nota laun þeirra til að launa biskupa á Hólum og Skálliolti. En jafnhliða því að skipa þá, má fækka próföstum að miklum mun. Það brýtur ekki í bág við neinar erfðavenjur. Tala prófastsembættanna hefur alltaf verið meira og minna á reiki og allir, sem liafa °pin augu sjá, að það er lireinasta fjarstæða að liafa þau nú eins mörg og þau eru. Þyrftu alls ekki að vera fleiri en sex til átta. Með því að fækka þeim sparast nokkur laun, sem runnið geta til hinna nýju biskupa. Vízitasíur prófastanna tuega þá líka að mestu falla úr sögunni. Enn er sýnilegt að prestakallaskipun verður að umsteypast innan fárra ára. Prestaköllunum fækkar í strjálbýlinu, en fjölgar í þéttbýlinu. Koma þá til nokkrar tekjur af niðurlögð- um prestssetrum — væntanlega afgjöld, því vart verður strax horfið að því ráði að selja þau. Þær tekjur ættu að renna til biskupsstólanna. Hér skal ekki rætt um mörk biskupsdæmanna. Sýnist sem þau ættu að verða auðsett. Eins virðist augljóst að biskupinn 1 böfuðborginni verði primus inter pares, þ. a. forseti biskupa- ráðsins og oddvitinn í sameiginlegum málum út á við, með svipuðu móti og Oslóarbiskup er í Noregi. Hér hefur aldrei verið neinn erkibiskup og lians þarf ekki heldur enn við. Margt er enn ónefnt í þessu sambandi, en eitt má sízt gleym-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.