Kirkjuritið - 01.10.1962, Síða 22

Kirkjuritið - 01.10.1962, Síða 22
KIRKJURITIÐ 356 bjarga, vildu snúa þjóðinni á veg friðar og farsældar, vildu snúa henni til Guðs. Jesús grét yfir Jerúsalem og spámaður- inn hrópar: „Ó, að höfuð mitt væri vatn og augu mín tára- lind, þá skyldi eg gráta daga og nætur þá, sem fallið liafa af þjóð minni.“ — Hér var engin liálfvelgja. Þessar lieitu sálir voru eins og gjósandi fjöll. „Og ef ég hugsaði,“ segir spámað- urinn Jeremía, „Ég skal ekki minnast lians og eigi tala fram- ar í nafni hans, þá var sem eldur brynni í hjarta mínu, er byrgður væri inni í beinum mínum; Ég reyndi að þola það, en gat það ekki.“ Til er saga um mikla vakningaprédikarann Moody: Þegar stóra samkomutjaldið lians brann, leigði liann sér herbergi á hóteli einu og gaf sig fullkomlega einverunni á vald. Einn vinur lians vissi samt livar liann var, fór þangað og barði að dyrum. Enginn gegndi og gesturinn opnaði hurðina og gekk inn. Moody gekk hratt um gólf og bað drottinn uppliátt að draga nú að sér hendina, liann þyldi ekki meira. Hinn mikli prédikari hafði þá verið lengi á bæn og lirópað til Guðs, og Guð liafði svo útliellt anda sínum í lijarta lians og kveikt í sál hans á ný, að nú bað liann Guð að láta staðar numið, liann þyldi ekki meira. Eftir þenna viðburð kom Moody af stað þeirri andlegu vakningu í Bandaríkjunum, sem lengi var fræg. Öruggasta leiðin, og líklega sú eina, til þess að „fyllast and- anum,“ til þess að verða eldhugi, er bænin, ekki augnabliks- hæn, ekki hraðmælt hænarorð. Nei, heldur glíma við Guð, langar einveru- og bænastundir, Ivristur var heilar nætur á bæn og bar þær fram, segir ritningin, með „sárum kveinstöf- um og táraföllum.“ Það kostar eitthvað að fá liið dýrmætasta. Það er brattganga upp á guðafjall til þess að sækja liinn heil- aga eld, en eldhugi verður enginn án þeirrar brattgöngu. Má nútímamaðurinn vera að því að eyða lieilum nóttum á bæn? Nei, og hann verður lieldur enginn kraftaverkamaður, ekki máttugt verkfæri í hendi Guðs. Ymsar þjóðir búa nú við velgengni, er vogandi að segja, siðspillandi velgengni? Þar með taldar nágranna þjóðir okk- ar og við sjálfir. Þjóðir þessar liafa auðgast margvíslega, en eru samt of fátækar af eldhugum, mönnum, sem Guð magnar anda og krafti og sendir, of fátækar af heilögum mönnum,

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.