Kirkjuritið - 01.10.1962, Page 48

Kirkjuritið - 01.10.1962, Page 48
KIRKJURITIÐ 382 A aldarafmœli séra Jóns Steingrímssonar í Gaulverjabæ, 18. júlí s. 1. var lialdin minningarguðsþjónusta í Gaulverjabæjarkirkju. Yið það tæki- færi afhenti sonur séra Jóns, Steingrímur, fyrrverandi rafmagnsstjóri í Reykjavík, fjörutíu þúsund krónur að gjöf til minningar um foreldra sína, séra Jón og konu lians frú Sigríði Jónsdóttur. Skal gjöf þessari varið til að rafhita kirkjuna. Uét Steingrímur og sóknarnefndinni aðstoð sinni við framkvæmd verksins. Sóknarpresturinn, séra Magnús Guðjóns- son, þakkaði hina veglegu gjöf og flutti minningarræðu um séra Jón Steingrímsson, sem var mjög ástsæll og hvatamaður ýmissa umhóla í prestakalli sínu, þótl hann létizt eftir aðeins þriggja ára prestsskap, 29 ára að aldri. 20 me'ölimir úr Æskulýösfélagi Olaus Petri kirkjunnar í Örebro í Sví- þjóð komu hiugað til lands um miðjan júlímánuð og dvöldust hér um nokkurt skeið í hoði þjóðkirkjunnar. Fargjaldið greiddu samt þátttak- endur sjálfir. Ferðuðust þeir all víða um landið, liéldu og samkomur. Kváðust mundu stuðla að því að jafnstór flokkur íslendinga gæti dvalist í Svíþjóð, helzt næsta sumar. Séra Stefán Eggertsson á Þingeyri er nýkominn úr fjögurra mánaða kynnisferð í Bandaríkjunum. Þáði liann boð að kynna sér þar æskulýðs- mál. Æskidýösfulltrúi kirkjunnar, séra Ölafur Skúlason, dvaldi vestur í Am- eríku mánaðartíma í surnar. Sólti hann þing Kristilegra Alþjóða Ung- mennaskipla (ICYE), en íslenzka Þjóðkirkjan er aðili að þeim samtök- um. Var rætt um framtíðarverkefni þessara samtaka og litið yfir farinn veg ,rælt mn lagfæringar, þar sem þeirra var þörf, og vandlega atliuguð reynslan, scm fengin var uni samskipti unginennanna við skóla, kirkju og heimili. Síðan dvaldi hann að Drew liáskólanum í New Jersey liæði nieð íslenzkum ungmennunum níu, sem voru þar í fjóra daga, áður en þau héldu aftur lieim til Islands, og sömuleiðis með 15 manna hópnuni, sem var að koma vestur lil ársdvalar. Kristniboösfélög og flokkar eru nú 8 í Reykjavík auk nokkurra út um land. Safnast þeim mikið fé árlega, enda kostnaður þcirra mikill vegna kristnihoðsstöðvarinnar í Konso. Miövikudaginn, 26. sept. s. I. var fjölsótt samkoma í Safnaðarheimih Langholtskirkju. Ilöfðu ungmennin ,sem tóku þátt í nemendaskiptunum við Bandaríkin, þar hoð inni fyrir foreldra sína, svo og aðstandendur þeirra, sem nú dvelja vestra á vegum kirkjunnar. Var þarna inilli A) og 80 manns sainankominn. Unga fólkið sagði frá reynslu sinni vestra, ræddi uin ýmislegt, sem því fannst til fyrirmyndar í skólum, kirkju og víðar, en drap einnig á það, sem því fannst betra hér en þar. Þáðu allir góðar veitingar, er Kvenfélag Langholtssafnaðar har fram, síðan sýndi æskulýðs- fulltrúi kyrrmyndir, og samverunni, sem var í alla staði nijög vel heppu- uð, lauk með helgistund í kirkju safnaðarins. Fluttu ungmennin þar sjálf hæn og hugleiðingu og lásu úr Biblíunni.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.