Kirkjuritið - 01.10.1962, Blaðsíða 17

Kirkjuritið - 01.10.1962, Blaðsíða 17
KIRKJURITIÐ 351 fleiri foreldrar í þéttbýlinu leitast við að koma börnum sín- um í sumardvöl. Og hoilast er börnunum að geta verið í sem nánustu og fjölbreytilegustu sambýli og samstarfi við nátt- úruna og dýrin. Það tekst bezt á sveitaheimilum. En hér er að öðrum þræði ýmiss konar vandi á ferðinni. Og gæta verður ákveðinna takmarkana og reglna. Sveitaheim- ilin eru ekki byggð með þessa starfsemi fyrir augum. Þess vegna er mikil liætta á því, að sumir freistist til að taka fleiri börn en verulega gott rúm er fyrir. Stundum athuga menn heldur ekki í fyrstu að gæta þess, að óhjákvæmilegt er að börnin bafi með sér heilbrigðisvottorð, eins og þegar þau fara í skóla. Og að nauðsyn ber til að læknar og barnavemdar- nefndir fylgist vel með rekstrinum og aðbúnaðinum. Hér eiga margir svo mikið í húfi. Þess er þó skylt að geta, að yfirleitt hefur þetta gengið vel fram að þessu. Og vissulega óskandi að fleiri slíkir dvalarstaðir bjóðist framvegis. En óbjákvæmilegt er, að gefin verði út ítarleg reglugerð um þessi beimili, og mun Barnaverndarráð hrinda því í fram- kvæmd. Það er öllum aðilum til góðs. Það, sem kirkjuna vantar mest Oss dylst það ekki neinum, að rnargt fer aflaga innan kirkj- unnar og kristindómurinn á sorglega lítil ítök í hugum nú- tírnamanna all flestra. Vér ræðum og ritum um vandamál æsk- unnar, illa kirkjusókn, dofann í safnaðarlífinu og annað þar fram eftir götunum. Það er óbjákvæmilegt að leita orsakanna °g gera sér grein fyrir umbótaþörfinni. Gallinn er sá, að vér gerum þetta of oft í ásökunartón, en gröfumst ekki nóg fyrir raetur meinanna. Þegar ókristnir menn: Gyðingar, Múhameðstrúar Buddistar °g jafnvel heiðingjar koma til Evrópu austan úr Asíu eða siuinan úr Afríku nú á dögum, lýsa þeir því ósjaldan yfir, að þeim blöskri bvað vér Evrópumenn séum ókristnir. Sumir Eæta því við, að sú kynning liafi verið sér uppörfun til að heiðra betur sín eigin trúarbrögð. Þetta er liarður dómur, en þess verður að vér gefum honum gaum. Vér þurfum einnig að minnast þess, að liann sprettur ekki af því, að þessum gestum finnist til um, bvað kristin

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.