Kirkjuritið - 01.10.1962, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.10.1962, Blaðsíða 11
KIRKJURITIÐ 345 notið margra yndisstunda í kirkju Akureyrar, ])að skal játað og þakkað, og síðast nú við hátíðarmessu á 100 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar. Sú helgistund er ein þeirra stunda, sem cigi er unt að gleyma og lirærir við innstu hjartataugum. Hið yndislega guðsliús var þétt setið af safnaðarfólki. Það gat ekki farið fram hjá nokkrum þeim, er í kirkjunni sat, að fólkið var komið á merkum tímamótum Akureyrarbæjar, til að færa Huði sínum þökk fyrir vernd lians yfir bænum í 100 ár, og til að biðja lionum blessunar um ókomnar aklir. Hátíðleik- inn áður en guðsþjónustan hófst lá í loftinu, og leitaði inn. Þessi hátíðleiki og samstillti hugur kirkjugesta var messugjörð út af fyrir sig. En svo klufu tónar frá hinu dásamlega hljóð- færi kirkjunnar loftið, þá var líkt sem kirkjan þendist út á alla vegu, víkkaði, hækkaði, og lielgur andi fyllti rúmið og áhrifin frá honum læsti sig um hverja taug, vermandi og bless- andi. Það leyndi sér ekki á svip kirkjugesta, að ])essi tilfinn- 'ng greip um sig og varði við, en náði þó hámarki sínu í messulok, er allir risu úr sætum og sungu þjóðsönginn. Á þeirri stundu hafa áreiðanlega margar bænir lyft sér í liæðir nm, að blessun Guðs mætti halda vörð um Akureyrarbæ, höf- uðstað Norðurlands, eyfirzkar byggðir, landið allt og íslenzka þjóð. Megi ]) ær bænir ná í hæstu hæðir. Hátíðahald Akureyringa á aldarafmæli bæjarins fór allt fram með liinni mestu prýði og Akureyringum til verðugs sóma. Aðalræða hátíðahaldanna, ræða Davíðs Stefánssonar, skálds, var í senn stórbrotin og full andagiflar og í fullu sam- ræmi við guðsþjónustu dagsins. Honum gleymdist ekki kirkjan °g hennar þáttur í lífi og velferð bæjarins. Hinir tveir turnar Akureyrarkirkju sagði bann, „skyldu vera bæjarbúum sýni- legt tákn lífs og dauða“. Þetta var spaklega mælt, og holl tuninning, um að líf manna og velferð er í hendi þess Guðs er lífið skóp, án náðar hans og varðveizlu verða verk vor smá °g vafasöm til giftu. Ég vil að lokum færa Akureyringum mína hjartfólgnustu kveðju á 100 ára afmæli bæjarins, með þeirri ósk bæjarbúum til handa, að öll þeirra störf í framtíð mótist af sama hugar- fari og staðið hefur að haki byggingu helgidóms þeirra, kirkj- unni. Mun þá vart þurfa að efa bjarta framtíð og blessunar- n"ka. Megi Akureyri blómgast og blessast.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.