Kirkjuritið - 01.10.1962, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.10.1962, Blaðsíða 20
KIRKJURITIÐ 354 Það voru ræður sein brenndu, boðskapur eldhuga, sem kveikti þetta bál. ,„Þér standið ávallt gegn heilögum anda,“ sagði Stefán. Standa menn ekki enn gegn heilögum anda Guðs? Vissulega, og jafnvel enn ver en áður, því að nú virðist oft sem engin orð brenni eða bíti á andvaraleysið. Sá lýður, sem elur upp ungmenni, er verða innbrotsþjófar og alls konar vandræðamenn, sú kynslóð, sem stundar svik og pretti í fjármálum og viðskiptum, sem drekkur, svallar og stundar ólifnað, lifir í andvaraleysi, léttúð, makindum og lausung, stendur vissulega „gegn beilögum anda“ og kemur þannig í veg fyrir að orðið geti nauðsynleg siðbót í landinu. Kristur sagðist vera kominn til að kveikja eld á jörðu, og hin örfáu útvöldu vitni, sem liann sendi út meðal „rangsnú- innar og gerspilltrar kynslóðar“, voru eldhugar. Þeir böfðu lilotið gjöf andans, bina heilögu glóð, eldinn sem vermir, lýsir og brennir. Boðskapur þeirra var kraftprédikun, orð þeirra brenndu, tónninn var þessi: „Heyrið nú, þér auðmenn, grátið og kveinið yfir þeim eymd- um, sem yfir yður munu koma. Auður yðar er orðinn fúinn og klæði yðar eru orðin mölétin, gull yðar og silfur er orðið ryðbrunnið, og ryðið á því mun verða yður til vitnis og eta hold yðar eins og eldur. Þér hafið fjársjóðum safnað á síð- ustu dögunum. Sjá, laun verkamannanna, sem liafa slegið lönd yðar, þau er þér hafið liaft af þeim, hrópa, og köll korn- skurðarmannanna eru komin til eyrna drottins hersveitanna. Þér liafið lifað í sællífi á jörðinni og í óhófi, þér hafið alið hjörtu yðar á slátrunardegi. Þér liafið sakfellt, þér hafið drepið hinn réttláta, liann stendur ekki gegn yður.“ — Slík orð brenna. Fyrirmyndina liöfðu postular Ivrists. Hvernig talaði hann sjálfur í helgidóminum? „Yei yður, fræðimenn og Farísear, þér liræsnarar! Þér lokið himnaríki fyrir mönnum, því að þér gangið þar eigi inn, og leyfið eigi lieldur þeim inn að komast, er ætla inn að ganga . . • Vei yður, fræðimenn og Farísear, þér hræsnarar! Þér hreins- ið bikarinn og diskinn að utan, en að innan eru þér fullir ráns og óliófs . . . Vei yður, fræðimenn og Farísear, þér hræsnarar! Þér líkist

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.