Kirkjuritið - 01.10.1962, Blaðsíða 9
KIRKJURITIÐ
343
uðu þjóðunum, kynþáttavandamál Suður-Afríku, Gyðingaof-
sóknir, stöðvun tilrauna með kjarnorkuvopn, afvopnun o. fl.
En sérstök nefnd lagði fram skýrslur um allt þetta. Og álykt-
anir eru lagðar fram, þegar unnt er að finna sameiginlegt álit,
sem telja megi grundvöll kristilegrar lífsskoðunar í þessum
málum.
Fátt vakti meiri og almennari áliuga á þinginu í Nýju Dellii
en umræðurnar um ástandið í Suður-Afríku og veiting friðar-
verðlauna Nobels til Suður-Afríkumannsins Luthuli er vafa-
laust orðin fyrir áhrif Alkirkjuþinganna bæði í Nýju Dellii
og þó ekki síðui þings ráðsins í Cottesloe í Jóhannesarborg
árið 1960.
Þingið í Nýju Dellii tók einnig mikilsverðar ákvarðanir um
alþjóðlega aðstoð við flóttafólk. Og er sérstök deild starfandi
að þeim málum í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar, og hef-
ur hún meðal annars safnað lmndruðum milljóna króna til
hjálpar fólki, þar sem styrjaldir, hungur, landflótti og nátt-
úruhamfarir kreppa að kjörum þess.
Þau orð sem telja mátti yfirskrift þingsins voru:
„Jesús Kristur, ljós heimsins“, og þetta málefni var rætt í
ineginatriðum sem vitnisburður, þjónusta, eining.
Boðun orðsins er og verður aðalatriði, en hún verður álirifa-
lítil án fórnfúsrar þjónustu til farsældar þeirri kynslóð, sem
]iekkir hungur, neyð og mannlega eymd á átakanlegri liátt
en nokkur önnur kynslóð í sögu mannkyns.
En hér á íslandi liefur alltof lítið verið gjört til að opna
augu og hjörtu fólksins fyrir öllu því, sem kristileg kirkja
þarf að gjöra á þessu sviði til að vera hlutverki sínu trú og
meistara sínum sönn sem hinu eina ljósi heimsins. Við getum
ekki verið kristin, ef við látum neyð annarra afskiptalausa
eða göngum hlind fram hjá vandamálum og eymd þrautpíndra
einstaklinga og þjóða. Kynnumst því starfi Alkirkjuráðsins
eftir fyllstu getu.
Ef vér eigum að geta fagnað hver öðrum á himnum, verðum vér að geta
liðið hvern annan á jörðunni. — Olfert Ricard.
Skyldan við |)á, sem lifa er mikilvægari en nokkur ástúðarvottur í garð
liinna dánu. — Robert Louis Stevensen.