Kirkjuritið - 01.10.1962, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.10.1962, Blaðsíða 24
Séra Jón Kr. Isfeld: Fyrsta skírn í Evrópu „Og þeir fóru fram hjd Mýsiu og komu niður til Tróas. Og um nóttina vitraðist Páli sýn: Maður nokkur makedónskur stóð hjá hon- um og bað hann og sagði: Kom yfir til Makedóniu og hjálpa oss. En jafnskjótt og hann hafði séð pessa sýn, leituðumst vér við að komast af stað til Makedóníu, par sem vér ályktuðum, að Guð hefði kallað oss, til pess að boða peim fagnaðarerindið. Nú lögðum vér ut frá Tróas og sigldum beint til Samótrake, en nresta dag til Neapólis, og paðan til Filippi, sem er helzta borgin i peim liluta Mahedóniu og er nýlenda. í peirri borg dvöldum vér nokkra daga, og hvildardaginn gengum vér ut fyrir hliðið, fram með á, par sem vér hugðum vera stað til bœnahalds, og settumst niður og töluðum við konurnar, sem komu par saman. Og kona nokkur guðhucdd, Lýdia að nafni, úr Þýatiruborg, er seldi purpura, hlýddi á, og opnaði Drottinn hjarta hennar, svo að hún gaf gaum að rceðu Páls. Og er hún var skirð og heimili hennar, bað hún oss og sagði: Ef pér álitið mig trúa Drottni, pá gangið inn í hús mitt og takið par dvöl. Og hún lagði fast að oss“. (Post. 16, 8—15). Páll postuli er staddur í borginni Tróas. Undanfarið hefur hann verið á sífelldu ferðalagi og stofnað kristna söfnuði. Hanu hefur styrkzt í slarfi við það, hversu mikið lionum hef- ur orðið ágengt. Hann hefur með sér samstarfsmenn, sem hafa brennandi áhuga fyrir framgangi kristninnar. Meðal þessara samstarfsmanna eru þeir læknirinn Lúkas og Tímóteus. Páll liefur dvalið nokkra daga í borginni. Þetta er fögur borg og umhverfi hennar svo heillandi, að á sínum tíma liafði hinn mikli Sesar haft við orð, að hann vildi gera hana að stjórnarsetri sínu í stað hinnar miklu Rómaborgar. Oft hefur Páll postuli hvarflað augum sínum vestur yfir Eyjahafið, meðan hann hafði liaft aðsetur sitt í Tróas. Svo skeði það, sem í því skyni tók af skarið. Nótt eina „vitraðist Páli sýn: Maður nokkur makedónskur stóð hjá hon- um og bað hann og sagði: Kom yfir til Makedóníu og hjálpa oss“.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.