Kirkjuritið - 01.10.1962, Blaðsíða 16

Kirkjuritið - 01.10.1962, Blaðsíða 16
KIRKJURITIÐ 350 Þetta er gleðilegur og mikilsverður árangur. Og vonandi fer þessu ekki hrakandi með síbatnandi aðbúnaði. Samlíf drengj- anna við náttúruna á vafalaust mikinn þátt í þessu, auk þess live vel hefur tekizt til með starfsfólkið. Telpnalieimili -— uppeldisstöð telpna, sem hrotið hafa af sér stjórn foreldranna og villst á vegi — verður einnig að rísa. Það mál hefur lengi verið á döfinni. Margir hafa rætt um það og ritað, Alþingi veitt nokkurn fjárstyrk til þess, en veru- legur skriður er ekki enn kominn á neinar framkvæmdir. — Merkiskona ræddi nýlega við mig og liélt því fram, að þetta mál kæmist ekki fram, nema prestastéttin tæki það í sínar hendur. Og bezt væri því borgið undir yfirstjórn hiskups. Hún harmaði, að þjóðkirkjan hefði ekki ráðist í að stofna til þess að Löngumýri, í stað þess að reka þar áfram einn liúsmæðra- skólann, að vísu með kristilegu ívafi. Ég skal ekkert um það segja. Hitt veit ég að biskupinn lief- ur ríkan áliuga á því, að stofnað verði umrætt uppeldisheim- ili og eflaust vilja allir prestar að því stuðla. Ég ætla að stjórn- arvöldin hafi h'ka skilning á því, live hér er um mikla þörf að ræða. En þeim mun finnast þau liafa í mörg horn að líta. Þetta vandamál verður varla leyst á næstunni, nema með þvi að nokkrir áhugamenn taki höndum saman og hrindi því frani, líkt og S.l.B.S. og fleiri þess liáttar samtök, hafa unnið að geysilegum umbótum. Enn skortir nógu einbeitla og fórnfúsa forystumenn. Og a meðan verða margir úti, sem unnt væri að hjarga. / deiglunni Ný atvinnugrein er risin á legg og færist í aukana: Æ flein sveitalieimilum er nú árlega snúið upp í sumardvalarstaði fyrir börn úr þéttbýlinu. Þetta gerist venjulega með þeim hætti að hjón, sem tekið liafa börn til sumardvalar fyrir þrábeiðm ættingja og kunningja, færa út kvíarnar. Bæði sakir ásóknar utan að og vegna skilnings á því, að hagkvæmara er að liafa hörnin heldur fleiri en færri, úr því að svo er koinið, að þaU eru ekki tekin til létta lieldur umönnunar. Hér er mikið nauðsynjaverk af höndum leyst. Eiginleg dval- arheimili barna á vegum félaga og bæja eru alltof fá, en æ

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.