Kirkjuritið - 01.10.1962, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.10.1962, Blaðsíða 39
m 0 Sigurður Jón Jóhannesson: Svipur Þorkels á Úlfagili VfETURINN sem ég var á Æsustöðum, 1872—73, var þar V vinnukona að nafni Halldóra Sigurðardóttir. Hún var ekkja kynjuð norðan úr Fljótum. Hafði hún flutt þaðan og vestur vorið næsta áður. Hún var vissulega mjög vel skyggn. Hún gat vanalega, þegar hún vildi, lýst að morgni gestum þeim, sem að garði háru að deginum, þó að hún hefði aldrei séð þá fyrr. Vil ég segja hér eina sögu því til sönnunar. Þegar ég var á Mánaskál á Laxárdal, bjó bóndi sá á næsta bæ, Úlfagili, er Þorkell hét Jónsson. Var liann kallaður Þor- kell hái, því að hann var ákaflega hár maður. Hann var ætt- aður utan af Skaga. Hann bjó síðustu árin með ráðskonu er Hólmfríður hét Gísladóttir. Þau voru bæði í góðum kunnings- skap við mig og konu mína og bæði voru þau mestu tryggða- tröll. Þorkell var nú orðinn gamall maður. Hann hafði um nokkur ár verið ákaflega gigtveikur; hafði lærlinútan önnur gengið úr mjaðmarholunni og stóð allmikið út. Hann varð því að dragast áfram á hækju og átti mjög bágt með að rísa á fæt- ur úr sæti sínu. Hann var því mjög einkennilegur, bæði að vexti og ýmsu fleiru. Þorkell andaðist um það leyti, sem ég flutti frá Mánaskál. Hólmfríður var í húsmennsku á Úlfagili eftir lát hans. Þá víkur sögunni aftur fram að Æsustöðum. Það var morgunn einn, þegar komið var fram á útmánuði, að Halldóra kom til konu minnar og hvíslar að lienni: „Það kemur einhver hér í dag að finna þig, Guðrún mín, seon ekki hefur komið liingað, síðan ég varð liér heimilisföst og á ein- kennilega fylgju, liver sem hann eða hún er“. Við fórum þá að grafast eftir livað hún liafði séð. Sagðist bún þá liafa séð mann einn, ákaflega stóran, koma inn í bað-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.