Kirkjuritið - 01.10.1962, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.10.1962, Blaðsíða 6
Séra Árelíus Níelsson: Þing Alkirkjmáðsins í Nýju Delhi 1961 Það fer ekki á milli mála, að Alkirkjulireyfingin eða eins og hún er venjulega nefnd Ekumeniska stefnan, er eitt merk- asta félagslegt fyrirbæri nútímans til eflingar friði og sam- starfi þjóða og kynþátta. Hún er hliðstæð Sameinuðu þjóðunum. Þeirra viðleitni er meira á sviði stjómmála. Ekumeniska hreyfingin leitast sér- staklega við að skapa skilning og samstarf á sviði trúmála og hugsjóna, sýna þar fram á einingu í allri fjölbreytni, skoðana, játninga og kirkjudeilda. Alkirkjuhreyfingin liélt þriðja aðalþing sitt í Nýju Dellii (New Delhi) í Indlandi í fyrra, árið 1961. Það var að ýmsu leyti mjög merkileg samkoma og verður lengi minnzt í málum kirkju og friðsamlegs samstarfs í ver- öhlinni. Norskur biskup og guðfræðidoktor hefur skrifað nm þessa samkomu langa og merka ritgerð í tímaritið „For Kirke og Kultur“. Hann lieitir Káre Stöylen og á heima í Kristiansand í Noregi. Það sem hér fer á eftir er að mestu miðað við frásögn hans af þinginu, því vel þykir hlýða að lesendur Kirkjuritsins fylg- ist með því, sem þar liefur verið efst á baugi. Það sem fyrst vekur atliygli er, að á þinginu var myndað samband tveggja kristilegra félagsheilda: Alkirkjuráðsins og Alþjóðlega kristniboðsráðsins. Starfar hið síðarnefnda nú sem deild í Alkirkjuhreyfingnnni og nefnist á ensku: „Commission for World Mission and Evangelism“. En þessar hreyfingar eru skyldar að eðli og uppruna frá byrjun. Og eru raunverulega báðar komnar fram á kirkjufundi, sem lialdinn var í Edin- horg árið 1910.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.