Kirkjuritið - 01.10.1962, Blaðsíða 43

Kirkjuritið - 01.10.1962, Blaðsíða 43
KIRKJURITIS 377 Söngkennslan. Formaður, Jón ísleifsson, hafði frainsögu. Taldi hann, að stefna hæri að því, að einn fastráðinn söngkennari væri í liverjum lands- fjórðungi. Jafnframt því, sem liann leiðbeindi kórunum, yrði hann organ- istunuin til ráðuneytis og hjálpar. Miklar umræður urðu, og kom margt athhyglisvert fram. Upplýst var, að til væru sýslunefndir, sem styrktu starfsemi kirkjukóranna, einnig, að sóknarnefndir horga söngkennslu til handa kórum og leggja sérstakt gjald á sóknarmenn, sem rennur til styrktar kórunum. Margar raddir komu fram um það, að þörf væri á aukinni raddþjálfun söngfólksins og mennt- un organista. Þá var og rætt um einraddaðan söng í kirkju og komu fram skiptar skoðanir um það efni. Eftirfarandi tillaga var flutt af séra Einari Þór Þorsteinssyni: „Aðalfundur Kirkjukórasambands íslands 1962 lýsir ánægju sinni yfir störfum sambandsins varðandi söngkennslu á undanförnum áruni, og legg- ur til að aukið verði við kennaralið Kirkjukórasambandsins svo fullnægja •negi öllum beiðnum kirkjukórasamhanda landsins varðandi söngkennslu og organistanámskeið á næstu árum. Jafnframt vill fundurinn leggja til, að stjórn sambandsins beiti sér fyrir því, að Alþingi veiti aukinn fjár- styrk til eflingar söngmálum þjóðkirkjunnar“. Tillagan var samþykkt samhljóða. Þá var gengið til kaffidrykkju á Gamla-Garði og þar var fundi fram haldið. Kosningar: Fyrir Kirkjukórasamband Austfjarða var kosinn i stjórn sera Einar Þór Þorsteinsson í stað Bergþórs Þorsteinssonar, að öðru leyti var hæði stjórnin og varastjórnin endurkosin. Stjórn Kirkjukórasambands íslands er þannig skipuð: Aðalstjórn: Jón ísleifsson organleikari, formaður. Páll H. Jónsson deild- arstjóri, ritari. Sr. Jón Þorvarðsson, gjaldkeri. Jónas Tóinasson f. Vestfirð- mgafjórðung. Eyþór Stefánsson f. Norðlendingafjórðung. Sr. Einar Þór Þorsteinsson f. Austf.fjórðung. Frú Hanna Karlsdóttir f. Sunnl.fjórðung. Varastjóm: Frú Anna Eiríksdóttir Selfossi, varaforinaður. Sigurður ís- ólfsson organleikari, varagjaldkeri. Kristinn Ingvarsson organleikari, vara- ritari. Sr. Sigurður Kristjánsson, ísafirði. Jakob Tryggvason organleikari, Akureyri. Sr. Jakoh Einarsson fyrrv. prófastur, Reykjavík. Páll S. Páls- s°n, Hafnarfirði. — Endurskoðendur voru kosnir: Hálfdán Helgason, Reykjavík. Baldur Pálmason, Reykjavík. Onnur mál: a. Söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar flutti stutt erindi. Lýsti hann ánægju sinni yfir starfi Kirkjukórasambandsins og gerði siðan nokkra grein fyrir starfi sínu og hugmyndum sinum um messusöng. Taldi hann æskilegt að við messugerðir færi fram hæði einraddaður söngur kórs og safnaðar og fjórraddaður söngur kórsins. Varpaði hann fram þeirri huginynd, að af fimm sálinum sem sungnir eru við venjulega messu, væri fyrsti og síðasti sálmur sungnir einraddað. Erindi lians var þakkað ineð lófataki. b. Formaður, Jón ísleifsson, flutti eftirfarandi tillögu og var hún samþykkt samliljóða: „Aðalfundur Kirkjukórasamhands íslands 1962 felur stjórn sinni að skrifa sóknarprestum landsins tilmæli um, að þeir skrásetji, í stíl við

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.