Kirkjuritið - 01.01.1963, Blaðsíða 15
Séra Benj
amín Kristjánsson:
Furður gamlárskvölds
Á fyrri öldum var því trúað, að á gamlárskvöld og nýársnótt
gerðust margir Idntir kynlegir. Þá voru álfar á ferð venju
fremur, fluttu búferlum, sóttu tíðir eða vitjuðu beimkynna
manna. Þá var gott að sitja úti á krossgötum. Þá fengu dýrin
mannamál, þá reis kirkjugarðurinn, vötn urðu að víni eitt
augnablik. Þá var óskastund.
1 þessum skáldskap trúarinnar er fólgin mikil merking.
Tímamótin gera menn skyggnari. Minningar liðna tímans og
eftirvænting bins ókomna gerir þá næmari fyrir yfirskilvit-
legum veröldum. Og ef til vill eru álfarnir, sem þeysa yfir ís-
inn, bjartir og skínandi, verur annars heims, sem menn sjá
endrum og eins í vitrun, eins og englarnir á Betlehemsvöll-
um. Líka gætu þeir táknað leifturbjartar minningar, eða
drauma um óorðna hluti.
Dægurstritið bindur liugann á klafa, svo að mönnum finnst
þeir naumast hafa tíma til að líta til liægri eða vinstri. En
þegar hugskotið er sópað og prýtt vegna hátíðarinnar, og hug-
urinn býður óvæntum gesturn tímans beim og segir: Komi
þeir, sem koma vilja, veri þeir, sem vera vilja, og fari þeir,
sem fara vilja, þá má vænta þess, sem óvenjulegt er. Þá flykkj-
ast álfar hugrenninganna upp á pallinn og hefja dans og gleði,
bjóðandi allar sínar gersemar.
Krossgötumar
Tímamótin eru krossgötur í sérstökum skilningi. Vér böfum
gert þau að krossgötum. Auðvitað er bvert augnablik lífs vors
krossgötur. En vér veitum því ekki jafnmikla atbygli. Við