Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1963, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.01.1963, Blaðsíða 15
Séra Benj amín Kristjánsson: Furður gamlárskvölds Á fyrri öldum var því trúað, að á gamlárskvöld og nýársnótt gerðust margir Idntir kynlegir. Þá voru álfar á ferð venju fremur, fluttu búferlum, sóttu tíðir eða vitjuðu beimkynna manna. Þá var gott að sitja úti á krossgötum. Þá fengu dýrin mannamál, þá reis kirkjugarðurinn, vötn urðu að víni eitt augnablik. Þá var óskastund. 1 þessum skáldskap trúarinnar er fólgin mikil merking. Tímamótin gera menn skyggnari. Minningar liðna tímans og eftirvænting bins ókomna gerir þá næmari fyrir yfirskilvit- legum veröldum. Og ef til vill eru álfarnir, sem þeysa yfir ís- inn, bjartir og skínandi, verur annars heims, sem menn sjá endrum og eins í vitrun, eins og englarnir á Betlehemsvöll- um. Líka gætu þeir táknað leifturbjartar minningar, eða drauma um óorðna hluti. Dægurstritið bindur liugann á klafa, svo að mönnum finnst þeir naumast hafa tíma til að líta til liægri eða vinstri. En þegar hugskotið er sópað og prýtt vegna hátíðarinnar, og hug- urinn býður óvæntum gesturn tímans beim og segir: Komi þeir, sem koma vilja, veri þeir, sem vera vilja, og fari þeir, sem fara vilja, þá má vænta þess, sem óvenjulegt er. Þá flykkj- ast álfar hugrenninganna upp á pallinn og hefja dans og gleði, bjóðandi allar sínar gersemar. Krossgötumar Tímamótin eru krossgötur í sérstökum skilningi. Vér böfum gert þau að krossgötum. Auðvitað er bvert augnablik lífs vors krossgötur. En vér veitum því ekki jafnmikla atbygli. Við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.