Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1963, Blaðsíða 28

Kirkjuritið - 01.01.1963, Blaðsíða 28
KIItKJURITIÐ 22 hverju sumri til íslands, nema þau ófriðarár, sem Norepur var einangraður vestur á bóginn. Eftir Bergens-fundinn bað ,,safnaðarforsöngvari“ mig að koma með sér til stórrar eyju, — man ekki nafn hennar — fyrir norðan Bergen. Ég ráðfærði mig við séra Grímness, for- mann Vestfjarða-heimatrúboðsins norska, og hvatti liann mig farar, „því að þá gæti ég kynnst dálítið sveitafólkinu“. — Við komum ekki til eyjarinnar fyrr en undir miðnætti, og þegar við komum upp á klöppina, sem strandferðabáturinn lagðist við, kallaði forsöngvarinn til þeirra sárfáu manna, sem þar stóðu: „Hér er með mér íslenzkur kandidat, sem ætlar að halda samkomur á morgun kl. 11 í skólanum og kl. 7 í bæna- húsinu“. „Þeir verða ekki margir, sem koma svona um hásláttinn, ef þetta er eina auglýsingin“, sagði ég við hann. En hann svaraði, að ég skyldi engu kvíða í Jiví efni. — Álieyrendur urðu um 40 í skólanum og um 300 í bænahúsinu. En nú kom það í ljós, sem ég vissi ekki áður, að ekkert gisti- liús var á eyjunni, og forsöngvarinn var einhleypur leigjandi, sem engan gat hýst. Þetta fór samt allt vel. Hann fylgdi mér að bóndabýli skammt frá og bað liúsmóðurina, sem ein var á fótum, að hýsa mig. Það var auðsótt. Ég svaf í stofu rétt við bæjardyr, svipað og á mörgu bændabýli á Islandi á skólaárum mínum. En Jiað sem varð mér minnisstæðast voru orð bónd- ans við mig morguninn eftir: „Mér þótti vænt um í morgun“, sagði hann, „er mér var sagt að Islendingur liefði gist á heim- ili mínu, en þegar því var bætt við, að hann væri trúaður mað- ur og ætlaði að prédika fvrir oss, þá lofaði ég Guð“. — Ég hef aldrei gist á hóndabæ nema í þetta sinn á öllum mínum utanferðum — og aldrei fengið jafn góða morgunkveðju hjá ókunnugum og í þetta sinn. Þegar ég kom aftur til Bergen, bað ég séra Grimness um meðmæli og nöfn einliverra aðalmanna kirkjumála í Álasundi, Kristjánssandi og Þrándheimi, en þar ætlaði ég að dvelja nokkra daga áður en ég færi suður um fjöll til Oslóar. Prest- urinn varð vel við þessari beiðni minni og fékk mér nöfn þriggja áhrifamanna í liverri borg. Bankastjóri, símstjóri og ritstjóri voru þar nefndir ineðal annara, — en enginn prest- — „Það er auðséð að nú er ég ekki í Danmörku“, hugsaði ur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.