Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1963, Page 28

Kirkjuritið - 01.01.1963, Page 28
KIItKJURITIÐ 22 hverju sumri til íslands, nema þau ófriðarár, sem Norepur var einangraður vestur á bóginn. Eftir Bergens-fundinn bað ,,safnaðarforsöngvari“ mig að koma með sér til stórrar eyju, — man ekki nafn hennar — fyrir norðan Bergen. Ég ráðfærði mig við séra Grímness, for- mann Vestfjarða-heimatrúboðsins norska, og hvatti liann mig farar, „því að þá gæti ég kynnst dálítið sveitafólkinu“. — Við komum ekki til eyjarinnar fyrr en undir miðnætti, og þegar við komum upp á klöppina, sem strandferðabáturinn lagðist við, kallaði forsöngvarinn til þeirra sárfáu manna, sem þar stóðu: „Hér er með mér íslenzkur kandidat, sem ætlar að halda samkomur á morgun kl. 11 í skólanum og kl. 7 í bæna- húsinu“. „Þeir verða ekki margir, sem koma svona um hásláttinn, ef þetta er eina auglýsingin“, sagði ég við hann. En hann svaraði, að ég skyldi engu kvíða í Jiví efni. — Álieyrendur urðu um 40 í skólanum og um 300 í bænahúsinu. En nú kom það í ljós, sem ég vissi ekki áður, að ekkert gisti- liús var á eyjunni, og forsöngvarinn var einhleypur leigjandi, sem engan gat hýst. Þetta fór samt allt vel. Hann fylgdi mér að bóndabýli skammt frá og bað liúsmóðurina, sem ein var á fótum, að hýsa mig. Það var auðsótt. Ég svaf í stofu rétt við bæjardyr, svipað og á mörgu bændabýli á Islandi á skólaárum mínum. En Jiað sem varð mér minnisstæðast voru orð bónd- ans við mig morguninn eftir: „Mér þótti vænt um í morgun“, sagði hann, „er mér var sagt að Islendingur liefði gist á heim- ili mínu, en þegar því var bætt við, að hann væri trúaður mað- ur og ætlaði að prédika fvrir oss, þá lofaði ég Guð“. — Ég hef aldrei gist á hóndabæ nema í þetta sinn á öllum mínum utanferðum — og aldrei fengið jafn góða morgunkveðju hjá ókunnugum og í þetta sinn. Þegar ég kom aftur til Bergen, bað ég séra Grimness um meðmæli og nöfn einliverra aðalmanna kirkjumála í Álasundi, Kristjánssandi og Þrándheimi, en þar ætlaði ég að dvelja nokkra daga áður en ég færi suður um fjöll til Oslóar. Prest- urinn varð vel við þessari beiðni minni og fékk mér nöfn þriggja áhrifamanna í liverri borg. Bankastjóri, símstjóri og ritstjóri voru þar nefndir ineðal annara, — en enginn prest- — „Það er auðséð að nú er ég ekki í Danmörku“, hugsaði ur.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.