Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1966, Side 26

Kirkjuritið - 01.10.1966, Side 26
360 KIRKJURITIÐ Með komu þessara ungu prestshjóna að Torfastöðum var eigi t jaldað til einnar nætur. Þar dvöldust þau samfleytt nær finun tugi ára sóknarbörnunum til gæfu og sjálfum sér til mik- illar sæmdar. — Slíkar voru vinsældir séra Eiríks, að sóknar- börn lians öll skoruðu á hann að gegna áfram prestsþjónustu, eftir að hann hafði fvllt embættisaldur. — Þetta var dómur þeirra, sem hezt þekktu mannkosti séra Eiríks, skyldurækni hans við embættistörf og áliuga hans fvrir velferðarmáluni sveitarinnar. 1 embættistíð sinni mun séra Eiríkur liafa fvlgt þeirri fornu venju sóknarpresta að fara hæ frá bæ um allt prestakallið einu sinni á ári. Húsvitja eins og það var nefnt. Þetta jók mjög persónuleg kvnni milli prests og safnaðar háðum aðilum til lieilla. Þarna var sannur vinur á ferð. Fór eigi með neinum asa, en gaf sér góðan tíma til að ræða við fólkið á bæjunum og hafði á takteinum gnægð umræðuefna við liæfi hvers og eins. En prestslijónin á Torfastöðum kunnu einnig að taka á móti gestum. Þar ríkti sú einlægni, sá höfðingsbragur og risna, að slíkt lilýtur öllum að verða minnilegt, sem að garði þeirra har. Prestsselur í jiessum stíl var með sólskin innan veggja, þótt kalt blési ytra. — Og margir munu hafa þekkt veginn til Torfa- staða, þegar þungt var fyrir fótinn, eitt og annað mótdrægt hjátaði á. — Það er hollt að geta lialdið heim léttari í spori af slíkum fundum, vonbetri en fyrr eftir að vandamál höfðu verið rædd og leyst til farsældar. En salakynnin að Torfastöðum stóðu opin langtum fleirum en sveitungum prestshjónanna. — Bæði innlendir og erlendir áttu Jiar vísan griðastað, eigi einungis stund og stund eða nótt og nótt. Þar var oftlega dvalizt dögum saman í sæluni fagnaði, við vermandi viðmót og örlæti prestshjónanna. Þaðan foru því gestir endurnærðir og blessuðu þann stað, sem liafði veitt þeim ógleymanlegar minningar í veganesti. Eins og kumiugt er, var alþýðufræðsla mjög í niolum á þvl tímahili, er séra Eiríkur lióf embættisferil sinn. Hann gerðist því skjótt eindreginn hvatamaður þeirrar hugmyndar að koma á fót heimavistarbarnaskóla fyrir sveitina. — Þessi hugsjon varð að veruleika tveim áratugum eftir komu lians að Torfa-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.