Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1966, Side 34

Kirkjuritið - 01.10.1966, Side 34
Pétur SigurSsson: Jarl fólksins — Shaftesbury lávarður (Fyrri liluti) Átta ára drcngur sat kvöld eitt við stigagatiö uppi í stóru rík- mannlegu liúsi í London. Hann var svangur, kaldur og vansæll og hálf dimmt var þar einnig, en niðri í húsinu var bæði bjart og lilýtt og nægtir af góðum veizlumat lianda gestum foreldra drengsins. Þar var velsæld, en uppi bjó litli drengurinu við vansæld, og j)ó var hann sonur liinna ríku foreldra. Á þessum árum, um aldamótin 1800, voru mörg hungruð og köld, klæðlaus, lirakin og Iirjáð börn í Bretlandi, sem áttu heima ýmist í köldum og saggafullum kjöllurum eða uppi 1 lianabjálkaloftum, í dragsúg og kulda, en unnu á daginu í kola- námum eða verksmiðjum, oftast 12—16 klukkustundir á dag» ef ekki lengur. Þannig var jió ekki ástatt um áðurnefndan dreng. Hann het Antony Asbley Cooper. Faðir lians átti sæti í lávarðadeild |)jóð- J)ingsins, eu móðir lians var dóttir Marlborougli greifa. 1 húsx jieirra voru alls nægtir. Um jiessar niundir var aldarfarið jjannig, að viðeigandi j)ótti að börn væru báð ströngum aga. Talið var, að foreldrar spilltu barninu, ef J)au spöruðu vöndinn. Efnað fólk skipti sér jafnvcl sem allra minnst af börnunum. Eftirlitið og uppeldið var oft að mestu eftirlátið vinnulijúunum, og stundum voru börniu send burt af lieimilinu í heimavistarskóla, sein oft voru ekki allt í sómanuin. Sagt var um foreldra Antbonys Coopers, að þau Iiafi verið óvenjulega lijartabörð, verið á kafi í stjórnmálum og sain- kvæmislífi, en skipt sér lítið af börnunum. Þau hafi gengið nieð þá skoðun, að alla daga ættu börnin að lifa í ótta við foreldrana-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.