Kirkjuritið - 01.10.1966, Síða 46
Bækur
DALAMENN.
Æviskrár 1703—1961 III.
TekiS hefur saman Jón GuSnason.
Gefið út á kostnuiV liöfundar.
Reykjavík 1966.
Því veriVur ekki neitaiV aiV scra Jón
GuiVnason er nieiVal mestu afreks-
manna íslenzkra sakir afkasta sinna
á sviðum þjóðfræðinnar. Eins og
kunmigt er gaf liann fyrir fám árum
út æviskrá Stranrlamanna, sein náðu
yfir hálfa þriðju öltl. Síðan komu
tvö bindi af æviskrám Dalamanna
á sama tíma og þó öllu lengri. Og
nú bætist við þriðja bindið með
æviskrám þeirra Dalamanna, sem
flutzt liafa tír héraðimi og tekið sér
bólfestu annars staðar á þessu tíma-
bili. Eru þar fyrst æviskrár nær því
1100 manna, sem alið liafa aldur
sinn liérlendis, og síðan um 720
æviskrár Dalamanna í Vesturbeimi.
Emi em tveir viðaukar í ritinu.
Myndirnar, sent prýða það eru um
400. Ekki þarf að fjölyrða um bví-
líkt eljuverk liér um er að ræða,
eða þá geysilegu fyrirböfn og ná-
kvæmni, sem það liefur kostað. Og
ekki sízt vitnar það um stórhug og
ábuga höfundar að hann skuli gefa
safnið út á sinn kostnað. Því gróða-
fyrirtæki getur það ekki verið. Hon-
um er mest í mun að geta með þessu
móti lagt fram sem stærstan skerf
öldum og óbornum til fróðleiks og
gagnsemdar, Bækur þessar allar eru
mikil náma mannfræðinnar, sem
grafið verður lengi í. Verk, sem
eykst en ekki rýrnar í gildi þeim
mun lengur sein líður. Væri séra
Jón vel að því kominn að verða
heiðursdoktor fyrir þessi fræði sín.
Kirkjunni er það sæmdarauki að
hafa átt hann í tölu starfsmanna
sinna. Hann er í fremstu röð fróð-
ustu manna hennar fyrr og síðar. En
mörgum þeirra á íslenzk sagnaritun
og ættfræði mest upp að unna.
Þótt séra Jón Guðnason sé nú
kominn allhátt á áttræðisaldur er
hann enn hamhleypa til starfa og
þaulsætinn og á vonandi enn eftir
að hleypa mörgu af stokkunum.
G. Á.
Jón Kr. fsfeld:
SONUR VITAVARÐARINS
Rókaútgáfa ÆSII
Rókaútgáfa Æskulýðssainbands
Ilólastiptis liefur hleypt útgáfustarf-
semi sinni farsællega af stokkuniim
með þessari unglingahók. Séra Jon
Kr. ísfeld hefur áður getið sér gott
orð fyrir unglingasögur, sem birzt
liafa á prenti og eina las liann i
Útvarpið, sem aflaði honum auk-
inna vinsælda. Sonur vitavarðarins
mun verða liroskuðuin börnnm og
skilgóðum unglingum kærkominn.
Bókin er lipurlega skrifuð með fjör-
legri atburðará8. Andinn að baki frfl'
sögninni blýr og mannbætandi. Er
bér ólíkt liollara skemmtiefni en
margar æsimyndirnar, sem liörnin
eru livað mest ginnt til að horfa «
síðustu áratugina. Sízt vanþörf á að
leiða htigi þeirra að hærri hugsjon-
um og hrýna þau til betri dáða.
Bæði liöfundur og útgefandi eiga
þakkir skildar fyrir þá viðleitm,
sem hér er sýnd í þá áttina.