Kirkjuritið - 01.10.1968, Síða 4

Kirkjuritið - 01.10.1968, Síða 4
KIRKJURITIÐ 370 skaparinn skyndilega þögnina og segir: Verði ljós! Og þa^ varð. Sköpunin hiS lifanda orS GuSs Engin vísindi geta enn í dag litskýrt til nokkurrar lilítar, hvernig I jósið varð til, og allir sem reynt liafa að skýra heims- rasina á vélgengan hátt, hafa lent í ógöngum. Hugmynd hins foma liöfundar Genesis stendur því enn í sínu skáldlega og trúarlega gildi: Það er lifandi, vitandi og viljandi máttur, sem stendur bak við sköpunarverkið. Hann talar, sólirnar kvikna og smástirnin verða til. Hann talar á ný og þær kólna, vötnin myndast og skiljast frá þurrlendinu. Hann talar enn, og gróð- ur jarðar vex, lifandi skepnur verða til og uppfylla jörðina, og loks kemur maðurinn fram, sá sem verða á sonur Guðs og samverkamaður. Ef vér sæjum þetta allt gerast fyrir augum vomm á skamnU'i stund eins og í kvikmynd, mundi engum detta í hug, að þessit atburðir liefðu orðið af blindri tilviljun, eins og einhver vis- indamaðurinn var að tala um ekki alls fyrir löngu í útvarp- inu. Þvert á móti sýnist allt með ráði gert. Hvert stig þróun- arinnar er undirbúningur undir það næsta. Eins og liúsagerð- armeistari byrjar á grunninum, og þá er enn ekki séð hvernig byggingin verður, sem liann hefur í huga, þannig fer skapari heimsins að, meðan enginn veit, livað verða mun. Dreyrndi fornahlarskrimslið fyrir 50 miljónum ára um veröldina eins og liún er nú í dag? Höfum vér hugmynd um hvernig hún verðu' eftir 50 miljónir ára? Ef sagt væri: Enginn talaði eða vildi, en samt gerðust furðu- legir og merkilegir hlutir, þá væri sú saga stórum ótrúlegr* en sköpunarsaga Biblíunnar. Vissulega er sköpunin liið lifanda orð Guðs. Og vér erum liér til að ráða þetta orð, skilja þa^ og gerast samverkamenn Guðs að sköpun beimsins. Svo stor- kostlegt er hlutverkið sem oss er á hendur falið. Þeir daufu og málhöltu En hverfum nú að frásögn Markúsar um daufa og málhaH® manninn, sem Jesús læknaði með máttarorði sínu. Vér liöfum enn daufa og málhalta menn á meðal voi • Heyrnarleysinu fylgir það, að erfitt verður mönnum að læra

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.