Kirkjuritið - 01.04.1975, Side 44
Nú er hún a. m. k. komin nokkuð á
sjöunda tug ára, og verður þessi nafn-
gift þvi enn vafasamari en hin fyrri.
Einnig heíur flogið fyrir orðið „alda-
mótaguðfræði", og það tel ég henta
bezt. Leyfi ég mér að gera það að til-
lögu minni, að svo verði stefna þessi
nefnd framvegis, en þeir, sem hana
aðhyllast ,,aldamótaguðfræðingar“.
Flestir fylgismenn stefnunnar munu
geta staðið undir því nafni fyrir aldurs
sakir, eri hinir fáu, sem yngri eru, fyrir
sakir hugarfars.
Undanfarna aaga hafa tveir alda-
mótaguðfræðingar látið Ijós sín skína
í Morgunblaðinu vegna þessa máls. Af
meðræddri blygðunarsemi hleyp ég
yfir nöfn þeirra. Hjá hinum fyrri skein
Ijósið með ámóta daufum bjarma og
ævinlega. Hjá hinum síðari var það
slokknað að íullu og mjög að vonum.
Ekki skal ég gera storm að svo kuln-
uðum glæðum.
Ég gæti allt eins farið suður í lönd
að leita uppi Göngu-Hrólf til að berja
á honum eins og að taka til við að
gagnrýna aldamótaguðfræðina á því
Herrans ári 1975. Hins vegar leyfi ég
mér að koma með tillögu:
Væri það ekki snjallræði að leggja
til hliðar orð eins og ,,frjálslyndi“ og
,,þröngsýni“ í guðfræðilegum deilum.
Mér koma þessi orð þannig fyrir sjón-
ir, að þau séu ámóta úrelt og merk-
ingarlaus nú og ,,hægri“ og ,,vinstri“
í stjórnmálum. Ef „frjálslyndi' á að
merkja víðsýni, umburðarlyndi o. þ.
h., get ég þess til, að fullt eins margir
eigi þá einkunn utan raða aldamóta-
guðfræðinga sem innan. Ef „þröng-
sýni“ á að merkja það gagnstæða, má
og vera, að aldamótaguðfræðingar séu
ekki síður vígfærir á þeim vettvangi
en aðrir.
Eftir því sem ég bezt fæ séð, snýst
ágreiningur meðal íslenzkra guðfræð-
inga nú á dögum um margt annað
fremur en aldamótaguðíræði og guð-
fræði síðari áratuga. Ég hygg hann
snúist að verulegu leyti um tvö klass-
isk evangelisk-lúthersk hugtök, sola
Scriptura og sola fide. Hið íyrra nefnda
bendir kristnum manni innan okkar
kirkju á það, hvar opinberun þá er að
finna, sem okkur er fengin. Mönnum
er ráðlagt að „gefa sig ekki við ævin-
týrum“ (1. Tím. 1:4). Kristur er opin-
beraður okkur í Heilagri Ritningu.
Hann nægir okkur, bæði þessa heims
og annars. Við þurfum ekki að eyða
tímanum í að liggja yfir írnynduðum
„opinberunum", getum t. d. látið kyrr
liggja öll þau kynstur af „dulrænum
frásögnum", sem prentuð eru hér á
landi. í sjálfu sér er allt í lagi með aJ
lesa slíkt, — ef menn hafa gaman av
vel skrifuðum þjóðsögum. En þess
háttar bækur færa okkur ekkert, e(
verða megi til hjálpræðis. Þar hefur
Biblían ein fyrsta og síðasta orðið.
Síðara hugtakið, sola fide, „íyrir
trúna eina“, er grundvallaratriði ev-
angeliskrar kristni. Kristur einn er
frelsari okkar. Við þörfnumst einskis
nema trúarinnar á hann. En við þörín-
umst þess að komast fljótt og vcl
hans fund, — krókalaust.
Allt það, sem stendur á milli ein-
staklingsins og Krists, brýtur í bága
við grundvallaratriðið „sola fide-“
Margt mætti nefna. En mér er enn eíst
í huga það efni, sem ég vakti máls á
42