Handbók fyrir hvern mann - 01.01.1915, Page 48

Handbók fyrir hvern mann - 01.01.1915, Page 48
Friðun. Æðarfugl (Lög 10/u 13) er al/riðaður. Dráp varöa sekt kr. 10,00 fyrir hvern fugl. Tvöfaldast við ítrek- un alt að 400 kr. (byssa upptæk). Æðaregg má ekki selja nema varphirðendum fyrir verk sitt, ekki má heldur selja eða kaupa dauða æðarfugla eða hluta af þeim. Viðlögð 5 kr. sekt, sem tvöfald- ast fyrir hvert hrot til 200 kr. Skot eru bönnuð 15. apríl til 15. jiilí nær friðlýstu æðarvarpi en 2 rastir. Net má ekki leggja um sama tíma nær varplandi en 250 stikur frá stórstraumsfjörumáli. Sektir 5—15 kr. Uppljóstrarmaður fær 2/s sekta, en sveitarsjóður '/s. Aðrir fuglar. (Lög 10/u 13). Alfriðaðir eru: erlur, steindeplar, prestir, inúsarrindiar, þúfutitlingar, auðnutitlingar, sólskrikjur, svölur, starar, óðins- hanar, þórshanar, rauðbrystingar, sendlingar, lóu- þrælar, hrossagaukar, tildrur, sandlóur, jaðrakön, keldusvin, heiðlóur, tjaldar, stelkar, vepjur, hegrar, svanir, æðurkongar, kríur, hettumáfar, haftyrðlar, snæuglur. Egg þessara fugla eru og friðuð nema kríuegg. Einnig eru friðuð rjúpuegg og arnaregg. Friðlausir eru: valir, smyrlar, hrafnar, kjóar, skúmar, svartbakar, hvítmáfar, grámáfar, helsingj- ar, skarfar, súlur, svartfuglar, ritur, álkur, sefend- ur, toppendur, himbrimar og hrotgæsir. Rjúpur eru friðaðar 1. febr. til 20. sept. og auk þess alfriðaðar árið 1915 og úr því 7. livert ár. Fýll er friðaður eftir ákvæðum sýslunefnda og ætíð 20. mars til 10. ágúst.

x

Handbók fyrir hvern mann

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Handbók fyrir hvern mann
https://timarit.is/publication/459

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.