Handbók fyrir hvern mann - 01.01.1915, Blaðsíða 54
54
Ágrip af nokkrum lögum frá 1915.
Lög um ullarmat.
1. gr. Öll vorull og þvegin haustull, sem flutt er
lijeöan af landi, skal metin og flokkuö eftir gæð-
um af ullarmatsmönnum undir umsjón yíirullar-
matsmanna.
Sameiginlegt merki á allri útlluttri ull skal vera
stimpill með nafninu »ísland«.
Reglur um mat ullar setur Sljórnarráöið.
4. gr. Yíirullarmatsmenn skulu vera fjórir, en
umdæmin eru pessi:
1. Frá Vík í Mýrdal til Borgarness, að báðum stöð-
meðtöldum, og Vestmannaeyjar.
2. Frá Búðum til Hvamstanga.
3. Frá Blönduósi til Pórshafnar.
4. Frá Bakkaflrði til Hornafjarðar.
Ekki mega ullarmatsmenn né ylirullarmatsmenn
þiggja neina póknun, hverju nafni sem nefnist,
frá peim, sem melið er fyrir, frá skipstjórum á
útflutningaskipunum né öðrum, sem við útflutn-
ing ullarinnar eru riðnir, aðra en pá, sem ákveð-
in er í erindisbrjefi. Ekki mega peir lieldur vera
í þjónustu þeirra, er láta meta ull nje kaupa ull
til útflutnings, hvorki fyrir sjáll'a sig nje aðra.
8. gr. Yfirullarmatsmenn skulu ferðast um um-
dæmi sitt árlega og lila eftir ullarmali, leiðbeina
mönnum í ullarverkun eftir pví, sem við verður
komið.
Oðlast gildi 1. janúar 1916.
Lög um dijraverndun.
1. gr. Sá sem misþyrmir skepnum eða gerir sig
sekan um illa meðferð á þeim með því að ofbjóða