Jörð - 01.08.1942, Blaðsíða 31
Ólafur Jónsson:
ÞJÓÐMENNING
VERKMENNING
Inngangsorð.
YIÐ ÍSLENDINGAR viljum láta telja okkur menningar-
þjóð og vafalaust með nokkrum rétti, en hugtakið
menning er vítt og virðist mér það allofl misskilið,
jafnvel misnotað og skoðað í þrengri merkingu heldur en
rétt er. Sérstaklega virðist mér sem okkur hætt: mjög lil
að blanda saman hugtökunum menntun og menn'ng og þá
oft og tíðum skoða það eitt, er snýr að sálarlegu eð i bóklegu
uppeldi þjóðarinnar, sem menningarvott.
Þrátt fvrir það, j)ótt við um langan aldur yrðum að lang-
mestu leyti að búa við sjálfsnám og ef til vill sum okkar
mestu menningarafrek hafi verið unnin af mönnum, sem
litilli annari menntun höfðn til að dreifa, ])á hefur þó skóla-
ganga og skólanám komizt til mikils vegs og virðingar með
þjóðinni og ])að svo, að i senn er barnalegt og skaðlegt.
Sú almenna skoðun, að livað vanda og virðingu áhræri,
þoli hin hversdagslegu likamlégu störf engan samjöfnuð
við hin andlegu, kemur víða í ljós. Það þvkir nauðsyn mikil,
að sæmilegum námshæfileikum sé til að dreifa, ef um skóla-
göngu er að ræða, en lítil þörf við erfiðisvinnu. Alþýða manna
hefur lagt óvirðingu á viss störf hæði fyrr og síðar, sem þó
voru fullkomlega nauðsynleg. Sumir andansmenn þjóðarinn-
ar líla með meira eða minna augljósri lítilsvirðingu á líkam-
lega vinnu og mundu telja sér hana lítt samboðna og sumar
þjóðmálastefnur virðast líta á líkamlega vinnu sem illa nauð-
s.vn, höl, sem ekki verði umflúið og þekkja aðeins tíma og
Þixta sem réttan mælikvarða á henni. Þó er vafalaust annar,
vða einn meginþáttur menningar hverrar þjóðar fólginn í
l’inum hversdagslegu líkamlegu störfum, sem dagsdaglega
e>'u unnin á vettvangi atvinnulifsins. Það er sá þáttur, er eg
vil nefna verkmenning.
JÖRD
157