Jörð - 01.08.1942, Side 39

Jörð - 01.08.1942, Side 39
öðrum en hrekkvisinni. Hann gefur í skyn, að hann hafi verið ræðuskörungur lítill, verið auðugur af öllu, sem til hús heyrir, nema bókum, „af þeim var hann ekki ríkari en millum húsgangs og bjargálna", bætir hann glettnislega við. En síðan heldur hann áfram: „Luku samt allir upp einum munni um það, að ekki þyrfti að frýja manninum vits,“ og kveður hann í viðskiptum hafa unnizt á við þá, sem fleiri áttu bækurnar. Lýsing „Manns og konu“ á Sigvalda presti kemur því nákvæmlega héim við lýsing heimildarkonu minnar á presti þeim, er talinn er fyrirmynd hins þjóðkunna kenni- nianns sögunnar...... Menn hafa nú séð nokkur sýnishorn þess, hvernig sögu- hetjur Jóns Thoroddsens eru til orðnar, hve nærri hann heggur fyrir-myndum, sínum....... Alkunna er það, að prestur sá hinn vestfirzki, er Sigvaldi l'lerkur er gerður í líkingu við, ginnti jörð af manni. Er sögð af því falleg saga, hversu sýslumanni einum tókst með drengilegri slægð að ónýta þau kaup.... í „Manni og konu“ stelur Sigvaldi prestur bréfum og skrif- ar annað í staðinn, undir nafni Þórdísar í Hlíð. Án efa flýg- lu' mörgum i hug, er þeir athuga þetta: Þetta er ekki skálda- smið ein. Það er einhver fótur fyrir þessu.. Hann lýsir fáskrúðugu og lítilsigldu fólki, fullorðnum hörnum. Sögukappar lians geta sofið vært fyrir andlegum 0l'óa. Þeir eru lítt lmeigðir fyrir bókmennt, drengirnir ]ieir. Enginn þeirra er hugsandi maður. Þeir sitja neðarlega í neðsta hekk menningarinnar.“ ÖKÓLAMEISTARI er talinn fræðimaður mikill og er það; ^ jafnframt góður maður. En ekki tel ég, að hann liafi gengið vísindalega til verks, þegar liann samdi þetta. Eða övað finnst lesandanum? Eg gæti með töluverðum rökum fullyrt, að skólameistari, ef 'iann hefði verið upp á þeim tímum, hefði verið fyrirmynd '°ns Thoroddsen að Gróu á Leiti í „Pilti og stúlku“. Athugum fyrgreind ummæli skólameistara i áminnstri Skírnisgrein, er hann segir: „Alkunna er, að prestur sá hinn JÖRÐ 165

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.