Jörð - 01.08.1942, Blaðsíða 8

Jörð - 01.08.1942, Blaðsíða 8
hrist hana upp úr doðanum, vakið starfslöngun hennar og heint henni inn á þjóðhollar brautir. Hana skortir framsýni og fram- tak, elju og áhuga og ekki hvað sízt: markmið til að keppa að. Þess vegna ættu þeir, sem hlotið hafa góða menntun og öðlazt þannig víðari sjóndeildarhring cn ella, að neyta yfirburða sinna i þágu l)jóðarinnar og sýna í verki, öðrum til eftirbreytni, að ís- lcnzkri æsku séu búin ærin viðfangsefni: fjallkonan góða þarf á hjálp allra barna sinna að lialda, eigi hún að standast fárveður það, er skclfir nú allt mannkynið. Vilhjálmur Þorláksson Bjarnar: YRIR 1918 skiptust íslendingar í flokka eftir afstöðunni til hins danska valds. Eftir þann tíma hafa innanlandsmál skip- að þeim í stjórnmálaflokka. Hafa þessir flokkar lengsl af verið mjög sundurþykkir og háð hina harðvítugustu stjórnmálabaráttu. Að visu varð nokkurt lát á henni eftir myndun þjóðstjórnarinnar. Hin íslenzka stjórnmálabarátta hefur vægast sagt verið lítt til fyrirmyndar. Hefur hún oft snúizt fremur um menn en málefni. Sennilega eru stjórnmálamenn óviða eins persónulegir í deihun sínum og hér á landi. A stjórnmálafundum hafa ýmsir þeirra það fyrir sið að viðhafa um andstæðinga sina persónulegar skammir og aðdróttanir, sem snerta eingöngu mann og mannorð, en ekki málefnið, sem um er deilt. T NNAN skamms mun lýðvehli verða stofnað á íslandi. Verður * stjórnarskráin þá jafnframt endurskoðuð. í sambandi við þá endurskoðun þyrfti að taka til rækilegrar athugunar, hvernig tak- ast megi að ráða hót á þvi sterka flokksræði, sem komið hefur að nokkru leyti í stað lýðræðis, ef svo mætti að orði kveða. Flokks- ræðið getur verið þjóðinni mjög háskalegt, því að ekki er því að r.eita, þótt leitt sé, að stundum kemur fyrir, að hinir einstöku flokk- ai liirða meir um hag sinn en alþjóðar. T SLENDINGAR hafa ávallt liaft nánust inenningarsambönd við Norðurlönd. Álít ég, að svo eigi enn að vera, að styrjöldinni lokinni, hvernig sem allt fer. Hinar Norðurlandaþjóðirnar eru okk- ur skyldastar og einhverjar hinar allra menntuðustu þjóðir i heim- inum. Getum við margt af þeim lært. Jafnframt þurfum við að gera þeim auðveldara að kynnast tungu okkar, því að við stönd- um hezt að vígi til þess, t. d. með samningu kennslubóka í íslenzku fyrir frændur okkar á Norðurlöndum, en ])að kvað vera mikill skort- ur á slikum bókum hjá þeim. Ef þeir kynntu sér almennt tungu okkar, yrðu öll menningarskipti auðveldari milli okkar og þeirra og sennilega aukinn skilningur á báða bóga. 134 JÖRÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Jörð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.