Jörð - 01.08.1942, Side 8

Jörð - 01.08.1942, Side 8
hrist hana upp úr doðanum, vakið starfslöngun hennar og heint henni inn á þjóðhollar brautir. Hana skortir framsýni og fram- tak, elju og áhuga og ekki hvað sízt: markmið til að keppa að. Þess vegna ættu þeir, sem hlotið hafa góða menntun og öðlazt þannig víðari sjóndeildarhring cn ella, að neyta yfirburða sinna i þágu l)jóðarinnar og sýna í verki, öðrum til eftirbreytni, að ís- lcnzkri æsku séu búin ærin viðfangsefni: fjallkonan góða þarf á hjálp allra barna sinna að lialda, eigi hún að standast fárveður það, er skclfir nú allt mannkynið. Vilhjálmur Þorláksson Bjarnar: YRIR 1918 skiptust íslendingar í flokka eftir afstöðunni til hins danska valds. Eftir þann tíma hafa innanlandsmál skip- að þeim í stjórnmálaflokka. Hafa þessir flokkar lengsl af verið mjög sundurþykkir og háð hina harðvítugustu stjórnmálabaráttu. Að visu varð nokkurt lát á henni eftir myndun þjóðstjórnarinnar. Hin íslenzka stjórnmálabarátta hefur vægast sagt verið lítt til fyrirmyndar. Hefur hún oft snúizt fremur um menn en málefni. Sennilega eru stjórnmálamenn óviða eins persónulegir í deihun sínum og hér á landi. A stjórnmálafundum hafa ýmsir þeirra það fyrir sið að viðhafa um andstæðinga sina persónulegar skammir og aðdróttanir, sem snerta eingöngu mann og mannorð, en ekki málefnið, sem um er deilt. T NNAN skamms mun lýðvehli verða stofnað á íslandi. Verður * stjórnarskráin þá jafnframt endurskoðuð. í sambandi við þá endurskoðun þyrfti að taka til rækilegrar athugunar, hvernig tak- ast megi að ráða hót á þvi sterka flokksræði, sem komið hefur að nokkru leyti í stað lýðræðis, ef svo mætti að orði kveða. Flokks- ræðið getur verið þjóðinni mjög háskalegt, því að ekki er því að r.eita, þótt leitt sé, að stundum kemur fyrir, að hinir einstöku flokk- ai liirða meir um hag sinn en alþjóðar. T SLENDINGAR hafa ávallt liaft nánust inenningarsambönd við Norðurlönd. Álít ég, að svo eigi enn að vera, að styrjöldinni lokinni, hvernig sem allt fer. Hinar Norðurlandaþjóðirnar eru okk- ur skyldastar og einhverjar hinar allra menntuðustu þjóðir i heim- inum. Getum við margt af þeim lært. Jafnframt þurfum við að gera þeim auðveldara að kynnast tungu okkar, því að við stönd- um hezt að vígi til þess, t. d. með samningu kennslubóka í íslenzku fyrir frændur okkar á Norðurlöndum, en ])að kvað vera mikill skort- ur á slikum bókum hjá þeim. Ef þeir kynntu sér almennt tungu okkar, yrðu öll menningarskipti auðveldari milli okkar og þeirra og sennilega aukinn skilningur á báða bóga. 134 JÖRÐ

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.