Jörð - 01.08.1942, Blaðsíða 20

Jörð - 01.08.1942, Blaðsíða 20
þó öfSru hvoru svo, a'ð þeir þýddu ljóð aðeins af þvi, að þau höfðu snortið þá, og þeir gleymdu þá, að einhverju eða öllu leyti, sinum uppeldislega og fræðilega tilgangi. Auk þess var þetta oftast með í verki, þó að vel væri munað eftir yfirlýstum tilgangi jafnframt. Magnús Ásgeirsson hefur aldrei lýst neinu þvilíku markmiði með sinum ljóðaþýðingum. Ekkert er það heldur við frágang eða útgáfu þessara þýddu ljóða hans, er bendir til, að honum sé tilgangur vak- andi í huga. Engin regla gildir um röðun kvæðanna. Þeim er ekki á neinn hátt raðað eftir efni eða skoðunum, ekki heldur eftir þjóð- um eða höfundum. Þau virðast helzt þýdd vegna þess, að þau freistuðu höfundarins. Ef menn vildu geta sér til um einhvern til- gang, sem lægi falinn bak við valið á öllum þessum sundurleitu kvæðum, sem Magnús hefur tekið lil þýðingar, mundi niðurstaðan einna helzt verða sú, að hann vildi sanna það, að „orð er á íslandi til um allt, sem er hugsað á Jörðu.“ Þó má vel hugsa sér, að einhvers staðar liggi i leyni langt niðri i undirvitund Magnúsar markmið þeirra Steingrims og Matthíasar. Það, sem einhverju sinni hefur verið borið fram með þvílíkum þrótti og snilld, sem þeim var lagin, hefur jafnan meiri og drýgri áhrif en beinlinis er unnt að rekja. „Smekkurinn, sem kemst i ker, keiminn lengi eftir ber.“ Þó að Magnús virðist velja kvæði til þýðingar af hugþokka sínum fyrst og fremst — jafnvel eingöngu, að því er helzt virðist — verður að lokum furðu lítill munur á hans vali og þeirra Steingrims og Matthíasar. Ef þýðingar hans hefðu komið út, meðan þjóðlíf okkar var jafn fáþætt og á dögum Steingrims og Matthíasar, er það vafamál, hvorl þær hefðu minna orkað til bókmenntalegs uppeldis en jafnvel þeirra þýðingar. Víst er, að ekki er Magnús síður öruggur til þesS, að velja það til þýð- ingar, sem hefur verulegt bókmenntalegt gildi. Auðséð er, að Magnús hefur orðið sérstaklega heillaður af ljóða- gerð Svia, og það, sem hefur heillað hann, er sú aðalstign, sem þar gætir svo mjög. Nærri lætur, að helmingur ljóðaþýðinga hans sé úr sænsku, þegar þess er hka gætt, hve margt mikilla kvæða hann hefur þýtt úr því máli. Alls eru í þessum sex bókum hans 127 kvæði eftir 35 sænsk ljóðskáld, og eru þá þar með taldir sænsku- mælandi Finnlendingar. Mest hefur Magnús þýtt eftir þessi skáld sænsk: Fröding, 21 kvæði, Hjalmar Gullberg, 23 kvæði, Lever- tin, 9 kvæði* Ruben Nilsson, 7 kvæði, Heidenstam, tí kvæði, lvarl- feldt, Lindorm og Rydberg, 5 kvæði cftir hvern, og Snoilsky 4 kvæði. Allt eru þetta menn hins bókmenntalega háaðals, nema Nilsson, og flest menn liins eldri tima, nema Gullberg og Lindorm. Af skáldum annarra Norðurlandaþjóða mætti ætla, að Magnús hefði mestar mætur á Norðmanninum Hermann Wildenvey. Eftir hann hefur Magnús þýtt ö kvæði. En alls cru i safni Magnúsar 146 JÖBD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Jörð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.