Jörð - 01.08.1942, Side 16

Jörð - 01.08.1942, Side 16
Nú verður mér að spyrja þig, heimur stáls og styrja: Er stefnt að röngu miði að helga frelsi og friði sitt líf og — heiminn prýða og paradís sér smíða úr perlum vizku og gaeða, úr geislum hugans hæða og bræðra- lagi lýða? Er andans list og göfgi á þróun haft og höfgi? Skal hógvær snilligáfa á refilstigum ráfa? Er mannvit ólánssending? — Er myrkrið leiðarbending? Er meira vert um hýðið en kjarnann — kostasmíðið? — Er stríðið lokalending? Nær rennur upp sá dagur, að hækki mannkyns hagur, að horfi í átt til friðar, að þokist hurð til hliðar, sem bróðurdreyra slegin oss byrgði gæfuveginn? — að blindri kúgun linni, að frelsið mátt sinn finni og vinni sigursveiginn? Því hvað er við það unnið að vita’ allt brælt og brunnið, sem byggðu iðnar hendur, að leggja akra’ og lendur í rúst — og fórna blóði? Er bölið mannkyns-gróði? — Nei, böl er Öfugstreymi í hjartaköldum heimi á sveimi’ í feigðarflóði.

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.