Jörð - 01.08.1942, Blaðsíða 22
borðssvala, seni einkennir kvæði Runebergs, en Matthias hefur al-
gerlega fleygt fyrir borð. Hinsvegar hefur mjög dregið úr hinum
„djúpvarma undiryl", sem ber <»11 Jiessi kvæði Runebergs svo mjög
uppi og Matthias hefur bætt okkur upp með gagnhrifni (patos)
sinni. Á frunnnálinu virðist kvæðið Hann var Finni ekkert skorta
til þess að ná þvílíkum áhrifum á lesandann, sem t. d. Döbeln vid
Juutas, en i þýðingunni er það ekki nærri því eins máttugt í áhrif-
um og hitt kvæðið i þýðingu Matthiasar. — Annars skal ]>að tekið
fram, að ekki er sanngjarnt að leggja þessar tvær þýðingar til
grundvallar, ef gerður væri samanburður á þýðingum Matthíasar
og Magnúsar.
Gerður hefur verið samanburður á nokkrum kvæðum Frödings
og þýðingum Magnúsar á þeim. Um þann samanburð skal þess
getið fyrst, að eins viðkvæmum kvæðum og Skáldið Wennerbóm
og Det borde varit stjárnor, hefur verið náð furðulega vel, þó að
ekki sé þýðingin jafn góð frumkvæðinu. Af kvæðinu Skáldið Wenner-
bóm hefur Magnús gert tvær þýðingar (í I. og V. bók). Er hin
síðari um flest betri, enda mun þýðandinn hafa viljað gera hana
eins vel og hann er maður til, og mætti fá margan, til að trúa þv).
að sú þýðing sé eins góð og íslenzk tunga leyfir þýðingu á þvi kvæði.
En það kvæðið, eftir Fröding, sem minnstu hefur tapað i þýð-
ingu, þeirra, er saman hafa verið borin, er Fátækur munkur fra
Sköruni. I»að kvæði þykir þeim, er þetta ritar, fullkomlega eins
gott i þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar á íslenzku og á frummál-
inu hjá Fröding. En verið getur, að það stafi af því, að meira se
þá óskilið í frumkvæðinu á sænsku en þýðingunni á islenzku.
Eíklegt má telja, að Magnús hafi ekki lagt meiri alúð við að þýða
kvæði annarra skálda en Frödings. En kvæði Frödings munu hins-
vegar flestum kvæðum erfiðari í þýðingu, bæði vegna sérkenni-
legs persónuleika höfundarins og nákvæmni athugana og grein-
inga. Um sum hin léttari kvæði i þýðingu, svo og kvæði þeirra
höfunda, sem þýðandinn gerir sér dælla við, mætti vel við búast.
að þýðingin hafi orðið jafngóð eða betri sjálfu frumkvæðinu. Þannig
verður trauðlega annað fundið, en Gamalt nýárskvæði eftir I>c'
vertin (I, 44), sem líklega hefur verið auðvelt í þýðingu, sé fn"'
komlega eins gott í þýðingu Magnúsar og frumkvæðið. ()g trllíl
mætti þvi, að kvæði eins og Berserkjabragur Toms Kristensens
(II, (>4) og Dóttir Faraós eftir Ruben Nilsson (VI, 128) séu betri
i þýðingu Magnúsar en frumkveðin af höfundunum.
* NNARS má uin það deila, hve mjög okkur íslendinga varði
unT samanburð þessara þýðinga Magnúsar við frumkvæðin-
Ýmsir munu líta svo á, að mestu varði, hversu góð kvæðin séu 1
þýðingunni, án tillits til þess, hvernig frumkvæðið er. Og um þesSI
148 JÖBP