Prestafélagsritið - 01.01.1925, Side 105

Prestafélagsritið - 01.01.1925, Side 105
100 Ásmundur Guðmundsson: Prestafélagsritiö. sveina, eins og vér hljótum öll að skilja, sem höfum mist einhvern af þeim, er oss þykir vænst um. í sál þeirra hefir gjörst eitthvað af hinu sama, sem alt af er að gjörast, þegar dauðinn heggur nærri hjartanu. Hver minning verður blandin söknuði og sorg yfa því, að hafa »ekki vitað hvað átt hefir fyr en mist hefir«. Og upp úr minningadjúpinu stígur sum augnablik mynd þess, sem oss þykir vænst um, eins og hann komi sjálfur til vor persónulega, og kærleiksandi hans leikur um oss. Svo hefir þeim vissulega einnig reynst ástvinum ]esú. En þar sem tíminn breiðir smám saman blæju sína yfir hjá oss og deyfir alt, að minsta kosti um stund, þá fór þeim ekki svo, heldur urðu minningarnar sífelt auðugri að lífi. Er þeirri reynslu rétt og fagurlega lýst með orðunum, sem eru lögð Jesú í munn í Jóhannesar guðspjalli: »Andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, hann mun kenna yður alt og minna yður á alt, sem ég hefi sagt yður!« Það, sem oft lætur um síðir straum minninganna hætta að renna hjá oss, varð þeim sterkust hvöt til að muna — dauði ástvinarins. Dauði Jesú varð með þeim hætti, að hann varpaði nýrri birtu yfir alt líf hans eins og fegurst og tilkomumest sólarlag. Er þá sólin dýrlegust, er hún gengur til viðar. Þeir gátu ekki annað, vinir Jesú, en mænt stöðugt vestur til Golgatahæðar. Þar hafði guðleg hetja gefið upp andann. Hann hafði aldrei vikið hið minsta frá því, sem hann kendi og lifði fyrir. Hann hafði barist við öll myrkraöflin, sem lögðust á móti, einhuga og djarfur, og hvergi hikað, þó það kostaði lífið. Hann hafði þolað kvöl og smán eins og glæpamaður og gengið frjáls í dauð- ann á krossi. I andlátinu hafði hann hrópað til Guðs og skilið þannig við með öllum kröftum sálar sinnar óskertum, að heiðinn hermaður hlaut að votta, að hann væri sannlega Guðs-sonur. Það var fullkomnað, sem hann hafði strítt fyrir. Dauði hans var fórnardauði, er birti skýrast af öllu veru Guðs og vilja. Því lengur, sem lærisveinarnir horfðu til krossins, því betur skildu þeir, að þar myndi ráðning á dýpstu leyndar- dómum tilverunnar og bezt svölun veitt mannshjartanu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171

x

Prestafélagsritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.