Prestafélagsritið - 01.01.1925, Síða 105
100
Ásmundur Guðmundsson:
Prestafélagsritiö.
sveina, eins og vér hljótum öll að skilja, sem höfum mist
einhvern af þeim, er oss þykir vænst um. í sál þeirra hefir
gjörst eitthvað af hinu sama, sem alt af er að gjörast, þegar
dauðinn heggur nærri hjartanu. Hver minning verður blandin
söknuði og sorg yfa því, að hafa »ekki vitað hvað átt hefir
fyr en mist hefir«. Og upp úr minningadjúpinu stígur sum
augnablik mynd þess, sem oss þykir vænst um, eins og hann
komi sjálfur til vor persónulega, og kærleiksandi hans leikur
um oss. Svo hefir þeim vissulega einnig reynst ástvinum ]esú.
En þar sem tíminn breiðir smám saman blæju sína yfir hjá
oss og deyfir alt, að minsta kosti um stund, þá fór þeim ekki
svo, heldur urðu minningarnar sífelt auðugri að lífi. Er þeirri
reynslu rétt og fagurlega lýst með orðunum, sem eru lögð
Jesú í munn í Jóhannesar guðspjalli: »Andinn heilagi, sem
faðirinn mun senda í mínu nafni, hann mun kenna yður alt
og minna yður á alt, sem ég hefi sagt yður!« Það, sem oft
lætur um síðir straum minninganna hætta að renna hjá oss,
varð þeim sterkust hvöt til að muna — dauði ástvinarins.
Dauði Jesú varð með þeim hætti, að hann varpaði nýrri birtu
yfir alt líf hans eins og fegurst og tilkomumest sólarlag. Er þá
sólin dýrlegust, er hún gengur til viðar. Þeir gátu ekki annað,
vinir Jesú, en mænt stöðugt vestur til Golgatahæðar. Þar
hafði guðleg hetja gefið upp andann. Hann hafði aldrei vikið
hið minsta frá því, sem hann kendi og lifði fyrir. Hann hafði
barist við öll myrkraöflin, sem lögðust á móti, einhuga og
djarfur, og hvergi hikað, þó það kostaði lífið. Hann hafði þolað
kvöl og smán eins og glæpamaður og gengið frjáls í dauð-
ann á krossi. I andlátinu hafði hann hrópað til Guðs og skilið
þannig við með öllum kröftum sálar sinnar óskertum, að
heiðinn hermaður hlaut að votta, að hann væri sannlega
Guðs-sonur. Það var fullkomnað, sem hann hafði strítt fyrir.
Dauði hans var fórnardauði, er birti skýrast af öllu veru Guðs
og vilja. Því lengur, sem lærisveinarnir horfðu til krossins,
því betur skildu þeir, að þar myndi ráðning á dýpstu leyndar-
dómum tilverunnar og bezt svölun veitt mannshjartanu.