Syrpa - 01.06.1914, Blaðsíða 13

Syrpa - 01.06.1914, Blaðsíða 13
í RAUÐÁRDALNÚM 103 verð. Rétt fyrir austan húsiö núm- er 843 er dálítil búð. Þar er'seldur alls konar nýlenduvarningur. Eg haföi oft gengiö fram hjá þessari búð en aldrei veitt henni neina eftir- tekt. En nú nam eg þar staöar, eins og ósjálfrátt, og horföi á dálitla hlægimynd, sem var þar í glugg- anum. Ekki haföi eg Iengi horft á myndina, þegar eg tók eftir því, að maðurinn, sem stðð fyrir innan búð- arboröið, var nokkuö undarlegur útlits. Hann var lítill vexti, hvítur fyrir hærum, og með ákafiega míltið skarð í hina efri vör. Alt í einu datt mér þaö í 'hug, að eg skyldi gefa mig á tal við þenna gamla mann og komast eftir því, hvort hann hafi ekki þekt Henry Trent. Eg vatt tnér því inn í búöina, kast- aði kveðju á kaupmanninn og keypti negulnagla fyrir fáein cents. ,,Hvaö heitir þú?“ sagði eg. ,,Richard Cranstone“, sagði hann. Ilefirðu lengi rekið hér verzlun?“ ,,Svo lengi hefi eg verzlað“, sagði hann, ,,að þú hefir naumast verið fæddur í þenna heim, þegar eg byrjaði11, ,,Og hefir þú alt af verið í þessari búð ?“ sagði eg. ,,Já, alt af“. ,,Þektir þú herra Ilenry Trent, sem einu sinni bjó í húsinu númer 843 í þessari götu?“ sagði eg. .>Eg þekti Henry A. S. Trent mæta vel“, sagði gamli maðurinn, ,,en hann er nú d&inn fyrir sjö eða átta árum“. ,,Var það ekki vænn maöur?“ sagði eg. ,,Bezta sál ! En honum þótti sopinn góður — var í eilífu basli — skuldaði mér og öðrum, þegar hann dó; — en nú er þaö alt borgað“. ,,Hver borgaði skuldir hans, eflir að hann var dáinn ?“ sagði eg. ,,Dóttir hans“. ,,Er húngift?“ sagði eg. ,,Nei“, sagði gamli mað- urinn og horfði beint framan í mig. ,,Getur þú sagt mér, livar hún & heima?“ ,,Það get eg ekki“, sagði hann; ,,en þarftu endilega að finna hana?“ ,,Já“, sagði eg, ,,mér er það mjög áríðandi, að geta fundiö hana — og það fljótt. En eg hefi aldrei séð hana“. ,,En þektir þú föður hennar ?“ ,,Nei eg sá hann aldrei“, sagði eg; ,,en móðurbróðir minn var aldavinur bróður hans“. ,,Og hvað hét hann?“ ,,Hann hét William“, sagði eg. ,,Já, þú fer rétt með“, sagði gamli maðurinn; ,,Hann hét William Trent, og var að flestu harla ólíkur bróður sínum, var geðstirður, en sparsamur og næstum nirfilþog skeytti aldreineitt um Henry bróður sinn, var jafnan í siglingum og dó á sjó“. ,,Og það er einmitt viðvíkjandi þessum manni að eg þarf að tala við ungfrú Trent“, sagði eg; og þú myndir gjöra henni stóran greiða, ef þú vísaðir mér þangað sem hún á heima“. ,,En eg veit ekki, livar hún á heima“. , ,En ef til vill getur þú bent mér á einhvern, sem veit, hvar hún er niðurkomin?“ Gamli maðurinn horfði þegjandi & mig og virti mig fyrir sér um stund. ,,Jú“, sagði hann loksins, ,,Eg þekki konu, sem veit, hvar ungfrú Trent á heima. En — þú ert útlendingur. Egþekki þig erkki, og veit ekki, í hvaða til- gangi þú vilt finna stúlkuna“. — Eg sagði honum nú í fám orðum, hver eg væri, hvenær eg hefði kom- ið frá íslandi, og hvareg ætti heima. Sagði eg honum að erindi það er eg ætti við ungfrú Trent, væri í alla staöi heiðarlegt, en að því væri þannig háttað, að eg mætti ekki gjöra það uppskátt við aðra en hana að svo komnu. Reyndi eg að sýna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.