Syrpa - 01.06.1914, Blaðsíða 62

Syrpa - 01.06.1914, Blaðsíða 62
252 SYRPA hjarta, og hló hugur í hrjóstí í hvert sinn er hún sá hann. Hún var svo fríÓ sýnum og fagurlega limuð, að hver sem sá hana, hlaut aö verða gagn- tekin af unun og aödáun. Hún var glaðleg og skemtin, og hafði jafnan vinsamleg orð að mæla. H ún gekk um húsið og söng eins og fugl allan daginn, og ekkert í húsinu var eins yndislegt eins og hún Kífi horfði á hana, og hlustaði á söng hennar með aðdáun, en hann þurfti við og við að leita einverunn- ar, til þess eð gráta og barma sér yfir þeirri ógæfu, sem hann hafði bakað sér til að geta gifst henni. Svo varð hann að þurka af sér tárin, og þvo sér unt augun, og fara út á svalirnar, til þess að syngja með henni og svara brosi hennar, þó að óttinn og angistin nísti sál hans. En svo fór Kókúa smám saman ;tð verða þungstigari, og söngurinn sjaldgæfari, og hún grét oft í ein- rúmi, eins og maður hennar. Þá voru þau sjaldan saman, en sátu lengst um á svölunum, sitt hvoru megin hússins. Þunglyndið lagðist æ meira á Kífa, svo að hann tók varla eftir umskiftunum, en þótti því betur, sent hann fékk betra næði til að vera einn, og ryfja upp harma sína, og þurfti sjaldnar að dylja sorg sína með uppgerðarkæti. En einn dag þegar hann var að ráfa um húsið, heyrði hann eitthvert hljóð skamt frá sér, líkt pg barn væri að gráta. Ilann gekk á hljóðið, og fann þá konu sína sent lá þar á gólfinu, með hendurnar fyrir andlitinn, og grét sáran. ,,Þú hefir að vísu ástæðu til að gráta í þessu húsi, Kókúa, sagði Kifi; ,,en þó get eg sagt það með sanni, að þú hefðir sjálf átt að geta verið ánægð“. ,,Ánægð!“ hrópaði Kókúa. „Með- an þú varst einn í geislahúsinu þínu, Kífi, þá var það mælt allstaðar hér á eynni, að þú værir hamingjusam- ur maður. Bros og söngur léku þér á vörum, og svipur þinn var bjartur eins og morgunsólin. Svo giftist þú vesalings Kókúa — og guð veit hvað henni er vant — en síðan hefir þér aldrei leikið bros á vörum. Ó, ó! hvað getur það verið sem ntig vantar? Eg hélt eg væri falleg, og eg vissi að eg elskaði þig. Hvað hefi eg gjört, svo að eg hafi getað leitt þessa ógæfu yfir eigin- mann minn ?“ „Vesalings Kókúa“, sagði Kífi, og settist hjá henni, og ætlaði að taka í hönd henni, en hún kippti henni að sér. ,,Veslings Kókúa“, hélt hann áfram, „veslings barnið ntitt ! Elsku stúlkan mín ! Eg ætl- aði að hlífa þér við þessum hörm- ungum; en nú ætla eg að segja þér upp alla sögu. Þá veit eg að þú kennir í brjósti um vesalings mann- inn þinn, og þá færð þú aðvita, hve heitt hann hefir elskað þig —r að hann hefir boðið byrginn ógnuni og skelfingum myrkravaldsins, til þess að geta notið ástar þinnar — og hversu heitt hans vesæla glataða sál elskar þig enn þá, að hánn skuli þó geta brosað, þegar hann horfir á þig- Síðan sagði hann henni alla sögu sína frá byrjun. ,,Þetta hefir þú gert mín vegna“, hróþaði hún upp yfir sig. ,,Þá hefi eg enga ástæðu lil að syrgja !“ Svo fieygði hún sér í faðrn houum, og fór að gráta aftur,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.